Stúlkan sem kanslarinn grætti fær að vera áfram í Þýskalandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2015 14:37 Merkel reynir að hughreysta Reem. vísir Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur. Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Sjá meira
Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Sjá meira
„Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24
Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28