Þúsundir skipta út jólatrjám fyrir strandlíf Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 09:46 Langvinsælast er að fljúga suður og skella sér á ströndina yfir jólin, Tenerife er einn vinsælasti áfangastaðurinn. Vísir/Getty Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári. Jólafréttir Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári.
Jólafréttir Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira