Svona líta börn von Trapp út í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 19:30 Söngvaseiður er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira