Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2015 11:45 Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki viljað tjá sig um málið. Vísir/GVA Lögreglumaður sem færður var til í starfi vegna þráláts orðróms og gruns um leka á upplýsingum var aftur færður í stöðu þar sem hann var í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á meðal annars rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála. Heimildir fréttastofu herma að urgur sé í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar um tilfærsluna í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst, það sé óútskýranlegt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVALögreglumaðurinn var fyrst færður í deild ótengda fíkniefnarannsóknum en heimildir Vísis herma að hann hafi svo verið færður í deild sem annist símhlustanir fyrir öll lögreglulið í landinu. Þannig hafi hann verið meðvitaður um hvaða aðila lögregla hleraði á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga augljóslega mikið undir því að þeir aðilar sem til rannsóknar eru séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Brotahópar eða aðilar sem til rannsóknar eru geta haft mikinn hag af því að vera upplýstir um aðgerðir lögreglu, hvort sem aðgerðirnar beinast gegn þeim sjálfum eða samkeppnisaðilum þeirra. Hvatinn getur verið ýmis, en líklega mestur að komast upp með skipulögð brot.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn mannsins þegar hann gegndi yfirmannsstöðu í báðum deildum.VísirEngin formleg rannsókn Vísir hefur (eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan) fjallað ítrekað um mál lögreglumannsins sem var í þeirri einstöku stöðu að gegna bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í lengri tíma. Hann var færður úr því starfi og í aðra ótengda deild hjá lögreglunni eftir að grunur vaknaði um að hann læki viðkvæmum upplýsingum til manna sem væru til rannsóknar hjá lögreglu. Eftir nokkurn tíma var hann, þrátt fyrir háværan orðróm um leka, færður í fyrrnefnda deild sem sér um símahlustanir. Engin óháð rannsókn var sett í gang á störfum lögreglumannsins þegar ákveðið var að víkja honum frá störfum sínum um mitt ár og færa í deild óháða fíkniefnarannsóknum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Svar Ríkissaksóknara við fyrirspurnum Vísis er á þá leið að embættið geti ekki tjáð sig um málið.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni.Skjáskot af vef tv2lorry.dkVinnubrögð yfirmanna gagnrýnisverð Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, sem voru bæði yfirmenn mannsins, hafa neitað að tjá sig um málið og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur sömuleiðis til þessa ekkert viljað tjá sig um málið og vísað til þess að málefni einstakra starfsmanna verði ekki rædd í fjölmiðlum. Kim Kliver, danskur yfirlögregluþjónn sem Vísir leitaði til, segir hins vegar að afar óeðlilegt sé að sami aðili gegni yfirmannsstöðu í fíkniefnadeild og upplýsingadeild. Það fyrirkomulag þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum og fyrir því sé góð og gild ástæða. Af svörum hans má ráða að það sé gagnrýnisvert að lögreglumaðurinn gegndi yfirmannshlutverki í báðum deildum. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Lögregla segist sjálf hafa farið yfir málið og telur ekki þörf á óháðri úttekt eftir að tálbeituaðgerð fór út um þúfur. 2. desember 2015 10:00 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Lögreglumaður sem færður var til í starfi vegna þráláts orðróms og gruns um leka á upplýsingum var aftur færður í stöðu þar sem hann var í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á meðal annars rannsóknir umfangsmikilla fíkniefnamála. Heimildir fréttastofu herma að urgur sé í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar um tilfærsluna í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst, það sé óútskýranlegt.Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna.Vísir/GVALögreglumaðurinn var fyrst færður í deild ótengda fíkniefnarannsóknum en heimildir Vísis herma að hann hafi svo verið færður í deild sem annist símhlustanir fyrir öll lögreglulið í landinu. Þannig hafi hann verið meðvitaður um hvaða aðila lögregla hleraði á hverjum tíma fyrir sig - aðgerðir sem eru afar leynilegar og eiga augljóslega mikið undir því að þeir aðilar sem til rannsóknar eru séu ekki meðvitaðir um að verið sé að hlusta á þá. Brotahópar eða aðilar sem til rannsóknar eru geta haft mikinn hag af því að vera upplýstir um aðgerðir lögreglu, hvort sem aðgerðirnar beinast gegn þeim sjálfum eða samkeppnisaðilum þeirra. Hvatinn getur verið ýmis, en líklega mestur að komast upp með skipulögð brot.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson voru yfirmenn mannsins þegar hann gegndi yfirmannsstöðu í báðum deildum.VísirEngin formleg rannsókn Vísir hefur (eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan) fjallað ítrekað um mál lögreglumannsins sem var í þeirri einstöku stöðu að gegna bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í lengri tíma. Hann var færður úr því starfi og í aðra ótengda deild hjá lögreglunni eftir að grunur vaknaði um að hann læki viðkvæmum upplýsingum til manna sem væru til rannsóknar hjá lögreglu. Eftir nokkurn tíma var hann, þrátt fyrir háværan orðróm um leka, færður í fyrrnefnda deild sem sér um símahlustanir. Engin óháð rannsókn var sett í gang á störfum lögreglumannsins þegar ákveðið var að víkja honum frá störfum sínum um mitt ár og færa í deild óháða fíkniefnarannsóknum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Svar Ríkissaksóknara við fyrirspurnum Vísis er á þá leið að embættið geti ekki tjáð sig um málið.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni.Skjáskot af vef tv2lorry.dkVinnubrögð yfirmanna gagnrýnisverð Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson, sem voru bæði yfirmenn mannsins, hafa neitað að tjá sig um málið og vísað á Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Hún hefur sömuleiðis til þessa ekkert viljað tjá sig um málið og vísað til þess að málefni einstakra starfsmanna verði ekki rædd í fjölmiðlum. Kim Kliver, danskur yfirlögregluþjónn sem Vísir leitaði til, segir hins vegar að afar óeðlilegt sé að sami aðili gegni yfirmannsstöðu í fíkniefnadeild og upplýsingadeild. Það fyrirkomulag þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum og fyrir því sé góð og gild ástæða. Af svörum hans má ráða að það sé gagnrýnisvert að lögreglumaðurinn gegndi yfirmannshlutverki í báðum deildum.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Lögregla segist sjálf hafa farið yfir málið og telur ekki þörf á óháðri úttekt eftir að tálbeituaðgerð fór út um þúfur. 2. desember 2015 10:00 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Furðuleg handtaka í umfangsmiklu fíkniefnamáli ekki á borð ríkissaksóknara Lögregla segist sjálf hafa farið yfir málið og telur ekki þörf á óháðri úttekt eftir að tálbeituaðgerð fór út um þúfur. 2. desember 2015 10:00
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15