Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 22:02 Eygló (lengst til vinstri) með bronsmedalínuna sem hún fékk á HM í 25 metra laug fyrr í þessum mánuði. vísir/afp Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eygló er fimmta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu en áður höfðu Sigríður Sigurðardóttir (1964), Ragnheiður Runólfsdóttir (1991), Vala Flosadóttir (2000) og Margrét Lára Viðarsdóttir (2007) hlotið þetta sæmdarheiti.Sjá einnig: Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Eygló átti frábært ár í sundlauginni og vann m.a. til tveggja bronsverðlauna á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Eygló fékk 470 stig í kjörinu, 120 atkvæðum fleiri en næsti maður á lista, fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 3. sæti í kjörinu, handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson í því fjórða og Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, endaði í 5. sæti. Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson, Íþróttamaður ársins 2014, endaði í 6. sæti í kjörinu. Alls fengu 28 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár en niðurstöður þess má sjá hér að neðan:Íþróttamaður ársins 2015: 1. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (fótbolti) 350 3. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229 4. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 202 5. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 137 7. Aron Einar Gunnarsson (fótbolti) 128 8. Sara Björk Gunnarsdóttir (fótbolti) 63 9. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 44 10. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 29 11. Ragnar Sigurðsson (fótbolti) 16 12. Hannes Þór Halldórsson (fótbolti) 15 13. Aron Pálmarsson (handbolti) 12 14. Irina Sazanova (fimleikar) 9 15. Hanna Rún Bazev Óladóttir (dans) 8 16. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 7 17. Dagný Brynjarsdóttir (fótbolti) 6 18. Birkir Bjarnason (fótbolti) 6 19. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 5 20. Anton Sveinn McKee (sund) 5 21. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 4 22. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (golf) 4 23. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 4 24. Þormóður Jónsson (júdó) 2 25. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 1 26. Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar) 1 27. Guðbjörg Gunnarsdóttir (fótbolti) 1 28. Norma Dögg Róbertsdóttir (fimleikar) 1 Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eygló er fimmta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu en áður höfðu Sigríður Sigurðardóttir (1964), Ragnheiður Runólfsdóttir (1991), Vala Flosadóttir (2000) og Margrét Lára Viðarsdóttir (2007) hlotið þetta sæmdarheiti.Sjá einnig: Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Eygló átti frábært ár í sundlauginni og vann m.a. til tveggja bronsverðlauna á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Eygló fékk 470 stig í kjörinu, 120 atkvæðum fleiri en næsti maður á lista, fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem var valinn Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti í 3. sæti í kjörinu, handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson í því fjórða og Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, endaði í 5. sæti. Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson, Íþróttamaður ársins 2014, endaði í 6. sæti í kjörinu. Alls fengu 28 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár en niðurstöður þess má sjá hér að neðan:Íþróttamaður ársins 2015: 1. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig 2. Gylfi Þór Sigurðsson (fótbolti) 350 3. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229 4. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 202 5. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 137 7. Aron Einar Gunnarsson (fótbolti) 128 8. Sara Björk Gunnarsdóttir (fótbolti) 63 9. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 44 10. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 29 11. Ragnar Sigurðsson (fótbolti) 16 12. Hannes Þór Halldórsson (fótbolti) 15 13. Aron Pálmarsson (handbolti) 12 14. Irina Sazanova (fimleikar) 9 15. Hanna Rún Bazev Óladóttir (dans) 8 16. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 7 17. Dagný Brynjarsdóttir (fótbolti) 6 18. Birkir Bjarnason (fótbolti) 6 19. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 5 20. Anton Sveinn McKee (sund) 5 21. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 4 22. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (golf) 4 23. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 4 24. Þormóður Jónsson (júdó) 2 25. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 1 26. Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar) 1 27. Guðbjörg Gunnarsdóttir (fótbolti) 1 28. Norma Dögg Róbertsdóttir (fimleikar) 1
Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira