Venjulegt nýtt ár Berglind Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2015 00:00 Nú árið er liðið í aldanna skaut og við bara laus við þess gleði og þraut. Enginn er lengur á yfirsnúningi og fólk nýtur lífsins á útsölum. Í dag höldum við einnig hátíðlegan fyrsta mánudag ársins og eflaust eru margir að lesa þetta á meðan þeir svitna í skíðavél. Ég hafði hugsað mér að nýta þetta pláss í blaðinu til að gera lítið úr áramótaheitum og betrumbótum pöpulsins á nýja árinu en hef víst ekki efni á því. Hugsaði sjálf strax í desemberbyrjun hvaða manneskja ég ætlaði nú að vera árið 2015, skoðaði verðskrár í krossfit-stöðvum og allt. Ég íhugaði líka að byrja árið með einhvers konar áfengisbindindi en svo kom í ljós að strax í ársbyrjun eru haldnir hátíðlegir endurfundir árgangsins míns úr grunnskóla og í þeim aðstæðum vill enginn vera allsgáður. Það féll þar með um sjálft sig. Svo að nú er nýja árið bara komið og ég borðaði Honey Nut Cheerios í kvöldmat bæði á laugardag og sunnudag og á ekki kort í ræktina. Það lítur því út fyrir að ég verði gamli góði Beggi Pje í einhvern tíma áfram. Kínverska nýárið gengur svo í garð þarna í febrúar, kannski dettur mér eitthvað í hug fyrir þann tíma. Þangað til mun ég halda áfram að lifa samkvæmt hefðum og venjum nægjusama og venjulega lífsstílsins. Í honum felst til dæmis að vera almennilegur, greiða sér á morgnana, reyna að halda aftur af sér að smella á greinar á netinu með fyrirsögnum eins og ,,ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ ÞESSI GERÐI“, klæða sig skynsamlega þegar kalt er í veðri, hreyfa sig þegar maður nennir og borða að minnsta kosti eina holla máltíð á dag. Þeir allra ákveðnustu setja líka stundum í vél og flokka heimilissorpið. Lifi meðalmennskan. Án hennar væru allir krossfittararnir ekki betri en við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Nú árið er liðið í aldanna skaut og við bara laus við þess gleði og þraut. Enginn er lengur á yfirsnúningi og fólk nýtur lífsins á útsölum. Í dag höldum við einnig hátíðlegan fyrsta mánudag ársins og eflaust eru margir að lesa þetta á meðan þeir svitna í skíðavél. Ég hafði hugsað mér að nýta þetta pláss í blaðinu til að gera lítið úr áramótaheitum og betrumbótum pöpulsins á nýja árinu en hef víst ekki efni á því. Hugsaði sjálf strax í desemberbyrjun hvaða manneskja ég ætlaði nú að vera árið 2015, skoðaði verðskrár í krossfit-stöðvum og allt. Ég íhugaði líka að byrja árið með einhvers konar áfengisbindindi en svo kom í ljós að strax í ársbyrjun eru haldnir hátíðlegir endurfundir árgangsins míns úr grunnskóla og í þeim aðstæðum vill enginn vera allsgáður. Það féll þar með um sjálft sig. Svo að nú er nýja árið bara komið og ég borðaði Honey Nut Cheerios í kvöldmat bæði á laugardag og sunnudag og á ekki kort í ræktina. Það lítur því út fyrir að ég verði gamli góði Beggi Pje í einhvern tíma áfram. Kínverska nýárið gengur svo í garð þarna í febrúar, kannski dettur mér eitthvað í hug fyrir þann tíma. Þangað til mun ég halda áfram að lifa samkvæmt hefðum og venjum nægjusama og venjulega lífsstílsins. Í honum felst til dæmis að vera almennilegur, greiða sér á morgnana, reyna að halda aftur af sér að smella á greinar á netinu með fyrirsögnum eins og ,,ÞÚ TRÚIR EKKI HVAÐ ÞESSI GERÐI“, klæða sig skynsamlega þegar kalt er í veðri, hreyfa sig þegar maður nennir og borða að minnsta kosti eina holla máltíð á dag. Þeir allra ákveðnustu setja líka stundum í vél og flokka heimilissorpið. Lifi meðalmennskan. Án hennar væru allir krossfittararnir ekki betri en við hin.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun