Ósamhverfar verðbreytingar olíu Stjórnarmaðurinn skrifar 7. janúar 2015 09:00 Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira