Ásgeir Trausti hefur verið á tónleikaferð um Ástralíu síðan í desember. Í kvöld spilar hann tvívegis í Óperuhúsinu í Sydney. Með á sviðinu verða sjö meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Sydney. Á morgun lýkur síðan ferðalaginu með giggi í Melbourne.Þrennir tónleikar eru svo fram undan í Japan og að þeim loknum fer Ásgeir í langa tónleikaferð um Bandaríkin. Fréttastofa fékk sendar nokkrar skemmtilegar myndir frá túrnum um Ástralíu.
Ásgeir Trausti borðaði ástralskt kebab á gamlárskvöld
