Streituráð vikunnar Rikka skrifar 9. janúar 2015 14:00 visir/getty Á þeim tímamótum sem áramót eru taka margir ákvörðun varðandi lífsstíl og heilsu. Það er mikilvægt að undirbúa slíkar ákvarðanir vel með rækilegri umhugsun. Hafðu þetta í huga: 1. Ertu alveg ákveðin(n) í að gera þessa breytingu og tilbúin(n) að leggja dálítið á þig til þess? 2. Hugsaðu það til enda hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þitt líf. 3. Hafðu daginn á hreinu þegar breytingin hefst. 4. Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu um ávinninginn. 5. Það er snúið að breyta um lífsstíl. Ekki gefast upp þótt allt gangi ekki eins vel og þú óskar í byrjun. 6. Segðu öðrum frá ákvörðun þinni og leitaðu stuðnings hjá þínu fólki. Þú þarft ekki endilega að hefja breytinguna á áramótum. Stundum er betra að hafa hugsað vel um þetta fyrst og undirbúa sig andlega. Þessi ráð hér fyrir ofan getur þú nýtt fyrir margs konar breytingar í lífsstíl. T.d. til að takast betur á við streitu. Hætta að reykja. Hreyfa þig meira. Hollara mataræði. Eða betri samskipti og vandaðri framkomu. Gangi þér vel og gleðilegt ár með nýjum lífsstíl. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist
Á þeim tímamótum sem áramót eru taka margir ákvörðun varðandi lífsstíl og heilsu. Það er mikilvægt að undirbúa slíkar ákvarðanir vel með rækilegri umhugsun. Hafðu þetta í huga: 1. Ertu alveg ákveðin(n) í að gera þessa breytingu og tilbúin(n) að leggja dálítið á þig til þess? 2. Hugsaðu það til enda hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þitt líf. 3. Hafðu daginn á hreinu þegar breytingin hefst. 4. Settu þér raunhæf markmið og hugsaðu um ávinninginn. 5. Það er snúið að breyta um lífsstíl. Ekki gefast upp þótt allt gangi ekki eins vel og þú óskar í byrjun. 6. Segðu öðrum frá ákvörðun þinni og leitaðu stuðnings hjá þínu fólki. Þú þarft ekki endilega að hefja breytinguna á áramótum. Stundum er betra að hafa hugsað vel um þetta fyrst og undirbúa sig andlega. Þessi ráð hér fyrir ofan getur þú nýtt fyrir margs konar breytingar í lífsstíl. T.d. til að takast betur á við streitu. Hætta að reykja. Hreyfa þig meira. Hollara mataræði. Eða betri samskipti og vandaðri framkomu. Gangi þér vel og gleðilegt ár með nýjum lífsstíl. Streituráð vikunnar er í boði Streituskólans
Heilsa Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist