Núðlusúpa með kjúklingi Rikka skrifar 18. janúar 2015 13:00 Núðlusúpa visir/binni Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf. Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.
Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira