Núðlusúpa með kjúklingi Rikka skrifar 18. janúar 2015 13:00 Núðlusúpa visir/binni Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf. Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið
Í Hagkaupsbókinni Léttir réttir er að finna mikið af girnilegum uppskriftum fyrir sælkera en líka þá sem vilja næringarríka og holla máltíð þar sem búið er að reikna út helstu næringargildi uppskriftarinnar. Austurlensk kjúklingasúpa með núðlum er tilvalin í kuldanum og skammdeginu. Austurlensk núðlusúpa með kjúkling 2 msk. ólífuolía 2 msk. engifer 2 stk. hvítlauksrif, pressuð ½ rautt chili-aldin, saxað 100 g gulrætur, saxaðar 500 g kjúklingalundir, skornar í bita 1½ msk. púðursykur 1½ kjúklingakraftsteningur 3 msk. sojasósa 4 msk. fiskisósa (fish sauce) 2 msk. sesamolía 2 l vatn 150 g spergilkál, skorið í bita 1 dós smámaís, skornir til helminga 300 g hrísgrjónanúðlur Hitið ólífuolíuna í potti og léttsteikið engifer og hvítlauk. Bætið chili-aldini, kjúklingi og gulrótum út í og steikið áfram í fáeinar mínútur. Blandið fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, púðursykri og kjúklingakrafti út í, hellið vatninu yfir og látið malla í 15–20 mínútur. Bætið spergilkáli, smámaís og núðlum út í, látið malla áfram í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.NÆRINGARGILDI Kcal: 537 / 27% Prótein: 20,9 g / 42% Fita: 30 g / 47% Kolvetni: 45 g / 15% Trefjar:4 g / 16% A-vítamín: 4.118 IU / 82% C-vítamín: 21,2 mg / 35%Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.
Heilsa Kjúklingur Rikka Súpur Uppskriftir Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið