Je suis Kalli – leikþáttur í þremur hlutum Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. janúar 2015 07:00 Hluti I: Bessastaðir, föstudagurinn 9. janúar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Hvað get ég gert fyrir þig í dag, Guðni minn? GUÐNI ÁGÚSTSSON: Ja, sko það er hót vandræðalegt, Ólafur. ÓRG: Varstu nokkuð að mynnast við hana Búkollu aftur? GÁ: Hún hét Skrauta frá Stóra-Ármóti. Og nei. Það er þessi Innsta-brók. ÓRG: Búkolla frá Innstu-brók. GÁ: Nei, þessi Innsta-brók og Fés-gram. ÓRG: Instagram og Fésbók. Þar get ég hjálpað. Sjáðu, þetta er Facebook. Nei sko. Pútín var að póka mig. Snillingur. Hér er hann að gera við byssuhlaup það sem þú gerðir við hana Búkollu. Læk. Hér er Össur Skarphéðins eitthvað að ybba sig. Blokk.Síminn hringir. ÓRG: Hæstvirtur hér. FORSETARITARINN: Sigmundur Davíð er á línunni. ÓRG: Gefðu honum samband. SDG: Hæ pabb- Nei, ég meina herra forseti. ÓRG: Guðni, þetta er hann Simmi. Hvað segir strákurinn, allt í standi? SDG: Æ, ég veit það ekki. Það eru allir eitthvað að fara til Parísar um helgina. En ég var búinn að leigja spólu. Snakes on a Plane. Og kaupa snakk. Og svo á ég tíma í augnabrúnasnyrtingu. Þarf ég nokkuð að fara? ÓRG: Guðni, Simmi er að spyrja hvort hann þurfi nokkuð að fara til Parísar. GÁ: Fögur er hlíðin, drengur. ÓRG: Guðni segir nei. Heyrðu, tala við þig seinna. Ég er að sýna Guðna hvernig hann getur notað Instagram til að sigra heiminn með íslenskum landbúnaðarvörum.Síminn hringir aftur. ÓRG: Hæstvirtur hér. FORSETARITARINN: Bjarni Ben er á línunni. ÓRG: Helvítís fokking fokk. Hvernig fékk hann númerið? Segðu að vér séum ekki heima. FORSETARITARINN: Hann segir að þetta sé mikilvægt. Eitthvað um tjáningarfrelsið. ÓRG: Nei, nei, nei, segðu honum að tjáningarfrelsið sé át. Gagnrýni sé ekki lengur í tísku. Samstaða sé „the new black“. Segðu honum bara að horfa á nýársávarpið mitt. GÁ: Hvað er þetta, Ólafur? ÓRG: Noh, Pútín var að senda mér smælí.Hluti II: Skrifstofa forsætisráðherra, sunnudagurinn 11. janúar SDG: Segðu þeim að það komi þeim ekki við. AÐSTOÐARMAÐUR 5 AF 7: Nei, það gengur ekki, Sigmundur. SDG: Segðu þeim að hoppa upp í rassgatið á sér. A5: Nei. SDG: Ókei, segðu þeim þá að það hafi verið þau sem voru að heimta að ég færi sjaldnar til útlanda. Segðu að hundurinn hafi étið heimaverkefnið mitt. Segðu að þetta sé Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna. A5: Nei, nei og nei. SDG: Oh! Ramminn er alltaf að þrengjast. A5: Hvaða rammi? SDG: Ramminn um það sem má segja. Ég meina, Je suis Charlie. Ég má aldrei segja neitt um neitt. Þá koma bara loftárásir. Segðu þeim að ég eigi ekki skó. A5: Nei. SDG: Segðu þeim að þetta sé ráðuneytinu að kenna. Ráðuneytið kann ekki að panta flugmiða á internetinu og síminn sé bilaður. A5: Nei. SDG: Eyjafjallajökull? A5: Nei. SDG: Segðu þeim að ég hafi verið að horfa á Snakes on a Plane. A5: Nei. SDG: Æi, segðu þeim bara að ég ætli að gefa þeim meiri pening.Hluti III: Snyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu, miðvikudagurinn 14. janúar BJARNI BENEDIKTSSON: Andlitsskrúbb, takk. Burt með allar þessar dauðu húðfrumur. Áfram frelsið. Je suis Charlie. Ég er tilbúinn til að sýna mitt rétta andlit.Elín Hirst kemur hlaupandi inn á snyrtistofuna. EH: Bjarni, Bjarni. Je suis Charlie. Bjarni, sástu áramótaskaupið? Fannst þér það ekki glatað? Það kostaði tuttugu milljónir plús. Geturðu ekki skrúfað niður í þessu, Bjarni? Þú ert nú fjármálaráðherra. Geturðu ekki fjár-málað yfir þetta? Je suis Charlie.Ásmundur Friðriksson fylgir á eftir Elínu. ÁF: Bjarni, Bjarni. Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður? BB: Nei, svei'attan, nú hefur þú farið fram úr sjálfum þér, Ásmundur. ÁF: Nei, nei. Þú mátt ekki segja þetta. Þú mátt ekki gagnrýna mig. Ég er með tjáningarfrelsið. Það getur bara einn verið með það í einu og ég náði því. Einhver verður að taka umræðuna. Ég tók hana. Sjáðu, ég er með hana. EH: Je suis Charlie. ÁF: Hvaða hrognamál er þetta, Elín? Á Íslandi tölum við íslensku. Hér segjum við „Je suis Kalli“. Hafið þið sé skiltin í Fríhöfninni? Þau eru á útlensku! Ef þú ætlar að koma og skoða norðurljósin er eins gott að þú lærir íslensku fyrst. Ef þú ætlar að koma í dörtí víkend er eins gott að þú aðlagist. SNYRTIFRÆÐINGUR: Bjarni, það er síminn til þín. BB: Bjarni hér. Já. Já, einmitt. ESB. Tillaga um viðræðuslit. Ókei, ég skil. SNYRTIFRÆÐINGUR: Ertu til í andlitsskrúbbið? BB: Heyrðu, gæti ég nokkuð fengið heldur „face-mask“?Endir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Hluti I: Bessastaðir, föstudagurinn 9. janúar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Hvað get ég gert fyrir þig í dag, Guðni minn? GUÐNI ÁGÚSTSSON: Ja, sko það er hót vandræðalegt, Ólafur. ÓRG: Varstu nokkuð að mynnast við hana Búkollu aftur? GÁ: Hún hét Skrauta frá Stóra-Ármóti. Og nei. Það er þessi Innsta-brók. ÓRG: Búkolla frá Innstu-brók. GÁ: Nei, þessi Innsta-brók og Fés-gram. ÓRG: Instagram og Fésbók. Þar get ég hjálpað. Sjáðu, þetta er Facebook. Nei sko. Pútín var að póka mig. Snillingur. Hér er hann að gera við byssuhlaup það sem þú gerðir við hana Búkollu. Læk. Hér er Össur Skarphéðins eitthvað að ybba sig. Blokk.Síminn hringir. ÓRG: Hæstvirtur hér. FORSETARITARINN: Sigmundur Davíð er á línunni. ÓRG: Gefðu honum samband. SDG: Hæ pabb- Nei, ég meina herra forseti. ÓRG: Guðni, þetta er hann Simmi. Hvað segir strákurinn, allt í standi? SDG: Æ, ég veit það ekki. Það eru allir eitthvað að fara til Parísar um helgina. En ég var búinn að leigja spólu. Snakes on a Plane. Og kaupa snakk. Og svo á ég tíma í augnabrúnasnyrtingu. Þarf ég nokkuð að fara? ÓRG: Guðni, Simmi er að spyrja hvort hann þurfi nokkuð að fara til Parísar. GÁ: Fögur er hlíðin, drengur. ÓRG: Guðni segir nei. Heyrðu, tala við þig seinna. Ég er að sýna Guðna hvernig hann getur notað Instagram til að sigra heiminn með íslenskum landbúnaðarvörum.Síminn hringir aftur. ÓRG: Hæstvirtur hér. FORSETARITARINN: Bjarni Ben er á línunni. ÓRG: Helvítís fokking fokk. Hvernig fékk hann númerið? Segðu að vér séum ekki heima. FORSETARITARINN: Hann segir að þetta sé mikilvægt. Eitthvað um tjáningarfrelsið. ÓRG: Nei, nei, nei, segðu honum að tjáningarfrelsið sé át. Gagnrýni sé ekki lengur í tísku. Samstaða sé „the new black“. Segðu honum bara að horfa á nýársávarpið mitt. GÁ: Hvað er þetta, Ólafur? ÓRG: Noh, Pútín var að senda mér smælí.Hluti II: Skrifstofa forsætisráðherra, sunnudagurinn 11. janúar SDG: Segðu þeim að það komi þeim ekki við. AÐSTOÐARMAÐUR 5 AF 7: Nei, það gengur ekki, Sigmundur. SDG: Segðu þeim að hoppa upp í rassgatið á sér. A5: Nei. SDG: Ókei, segðu þeim þá að það hafi verið þau sem voru að heimta að ég færi sjaldnar til útlanda. Segðu að hundurinn hafi étið heimaverkefnið mitt. Segðu að þetta sé Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna. A5: Nei, nei og nei. SDG: Oh! Ramminn er alltaf að þrengjast. A5: Hvaða rammi? SDG: Ramminn um það sem má segja. Ég meina, Je suis Charlie. Ég má aldrei segja neitt um neitt. Þá koma bara loftárásir. Segðu þeim að ég eigi ekki skó. A5: Nei. SDG: Segðu þeim að þetta sé ráðuneytinu að kenna. Ráðuneytið kann ekki að panta flugmiða á internetinu og síminn sé bilaður. A5: Nei. SDG: Eyjafjallajökull? A5: Nei. SDG: Segðu þeim að ég hafi verið að horfa á Snakes on a Plane. A5: Nei. SDG: Æi, segðu þeim bara að ég ætli að gefa þeim meiri pening.Hluti III: Snyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu, miðvikudagurinn 14. janúar BJARNI BENEDIKTSSON: Andlitsskrúbb, takk. Burt með allar þessar dauðu húðfrumur. Áfram frelsið. Je suis Charlie. Ég er tilbúinn til að sýna mitt rétta andlit.Elín Hirst kemur hlaupandi inn á snyrtistofuna. EH: Bjarni, Bjarni. Je suis Charlie. Bjarni, sástu áramótaskaupið? Fannst þér það ekki glatað? Það kostaði tuttugu milljónir plús. Geturðu ekki skrúfað niður í þessu, Bjarni? Þú ert nú fjármálaráðherra. Geturðu ekki fjár-málað yfir þetta? Je suis Charlie.Ásmundur Friðriksson fylgir á eftir Elínu. ÁF: Bjarni, Bjarni. Hefur bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður? BB: Nei, svei'attan, nú hefur þú farið fram úr sjálfum þér, Ásmundur. ÁF: Nei, nei. Þú mátt ekki segja þetta. Þú mátt ekki gagnrýna mig. Ég er með tjáningarfrelsið. Það getur bara einn verið með það í einu og ég náði því. Einhver verður að taka umræðuna. Ég tók hana. Sjáðu, ég er með hana. EH: Je suis Charlie. ÁF: Hvaða hrognamál er þetta, Elín? Á Íslandi tölum við íslensku. Hér segjum við „Je suis Kalli“. Hafið þið sé skiltin í Fríhöfninni? Þau eru á útlensku! Ef þú ætlar að koma og skoða norðurljósin er eins gott að þú lærir íslensku fyrst. Ef þú ætlar að koma í dörtí víkend er eins gott að þú aðlagist. SNYRTIFRÆÐINGUR: Bjarni, það er síminn til þín. BB: Bjarni hér. Já. Já, einmitt. ESB. Tillaga um viðræðuslit. Ókei, ég skil. SNYRTIFRÆÐINGUR: Ertu til í andlitsskrúbbið? BB: Heyrðu, gæti ég nokkuð fengið heldur „face-mask“?Endir
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun