Pælt í afnámi jafnréttis Pawel Bartoszek skrifar 17. janúar 2015 07:00 Tjáningarfrelsið er ekki rétturinn til að segja hvað sem er án þess að nokkur andmæli því. Í stjórnarskránni segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“ Síðan tilgreinir stjórnarskráin nokkur afmörkuð undantekningartilvik þar sem heimilt er að setja tjáningarfrelsinu skorður. Þingmenn og aðrir mega hafa heimskulegar skoðanir og viðra þær. En þær hugmyndir sem ekki er hægt að rökstyðja með öðru en réttinum til að hafa þær eru veikar. Menn starta sjaldnast umræðu umræðunnar vegna. Ef einhver spyr hvort ekki eigi að bakgrunnstékka alla múslima þá er það líklegast vegna þess að honum þykir það hugmynd sem er þess virði að skoða. En það er auðvitað vond hugmynd. Aðeins að öðru. Eftir því var tekið á Íslandi að enginn háttsettur íslenskur stjórnmálamaður var viðstaddur samstöðugöngu í París sem haldin var vegna árásarinnar á skopmyndablaðið Charlie Hebdo. En það var önnur fjarvera sem vakti líka athygli. Það var fjarvera Angelu Merkel og annarra kvenkyns þjóðarleiðtoga á fréttamyndum ísraelsks dagblaðs. Blaðið virðist hafa myndað sér þá stefnu að þótt sköpunarverkið kunni að vera fullkomið að nafninu til þá þurfi það, rétt eins og margar ofurfyrirsætur, aðstoð myndvinnsluforrits til þess að geta birst á prenti. Leiðtogakonurnar voru því klipptar út.Vanvirtar með þögninni Öfgamönnum sumra trúarbragða virðist illa við að fólk sjái myndir af konum. Ritstjóri Charlie Hebdo hafði ratað á dauðalista Al-Kaída samtakanna sem birtist í enskumælandi blaði á þeirra vegum. Þar voru myndir af honum og nokkrum öðrum karlmönnum. Konurnar tvær á listanum, Ayaan Hirsi Ali og Molly Norris voru listaðar án mynda. Það er auðvitað eitthvað afskaplega ljótt við þá afstöðu að birta ekki myndir af helmingi mannkyns. Það er eitthvað mjög sérstakt stig af fyrirlitningu að neita að viðurkenna að manneskjan sem maður fyrirlítur sé í raun til. Eða að hún eigi í það minnsta ekki að sjást gera nokkuð sem máli skiptir til að öðrum sé erfiðara að taka sér hana til fyrirmyndar. Það er dapurt að fólk gefi út blöð sem birta ekki myndir af konum þótt við verðum víst að lifa við það að slík blöð séu gefin út. Prentfrelsið á víst að tryggja rétt fólks til þess að gera hluti sem mörgum er illa við. Til dæmis með því að birta aðeins myndir af körlum í fötum eða konum án þeirra. Ef mönnum er illa við sumt af því sem er prentað þá mega þeir andmæla því kröftuglega. En ef menn vilja með lögum banna öðru fólki að birta hluti sem þeim sjálfum mislíkar þá er það verra mál. Ef einhver vill svo beinlínis upp á eigin spýtur meiða einhvern vegna einhvers sem hann segir eða skrifar þá er það algerlega óásættanlegt.Rót okkar stefnu Eflaust eru þeir til sem munu halda því fram að atburðirnir í París afhjúpi á einhvern hátt meintan barnaskap þeirra sem vilja til dæmis standa vörð um rétt múslima til að reisa sér bænahús. Þeir munu segja að ákveðin hugmyndafræði hafi valdið því að menn réðust inn á skrifstofur skopmyndablaðs og drápu þar fjölda manns. Þeir munu segja að þessi hugmyndafræði eigi rætur að rekja í íslam. Þeir munu spyrja hvort fólk vilji að eitthvað svona gerist á Íslandi. En fyrst við tölum um hugmyndafræði þá er ágætt að rifja upp okkar hugmyndafræði. Hugmyndafræði okkar sem segjumst vera stuðningsmenn frjálslynds vestræns stjórnarfars. Rifjum upp jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Ég held að það sé ágætt að festa allar skoðanir sínar í jafnréttisákvæðinu og öðrum sígildum mannréttindaákvæðum. Allar hugmyndir um boð og bönn verða að skoðast í þeirra ljósi. Þess vegna eru nýlegar vangaveltur þingmanns um sérstakt bakgrunnstékk á múslimum vondar. Þess vegna var kosningabarátta þeirra sem vildu ekki að múslimar reistu sér mosku ógeðfelld. Þótt einhverjir deili einni bakgrunnsbreytu með fólki sem fremur voðaverk þá tryggir okkar stjórnarfar það að þeir einir svari til saka fyrir voðaverkin sem þau sannarlega fremja. Allar hugmyndir sem fela það í sér að við þyrftum að afnema jafnrétti til að koma þeim í framkvæmd eru einskis nýtar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Tjáningarfrelsið er ekki rétturinn til að segja hvað sem er án þess að nokkur andmæli því. Í stjórnarskránni segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“ Síðan tilgreinir stjórnarskráin nokkur afmörkuð undantekningartilvik þar sem heimilt er að setja tjáningarfrelsinu skorður. Þingmenn og aðrir mega hafa heimskulegar skoðanir og viðra þær. En þær hugmyndir sem ekki er hægt að rökstyðja með öðru en réttinum til að hafa þær eru veikar. Menn starta sjaldnast umræðu umræðunnar vegna. Ef einhver spyr hvort ekki eigi að bakgrunnstékka alla múslima þá er það líklegast vegna þess að honum þykir það hugmynd sem er þess virði að skoða. En það er auðvitað vond hugmynd. Aðeins að öðru. Eftir því var tekið á Íslandi að enginn háttsettur íslenskur stjórnmálamaður var viðstaddur samstöðugöngu í París sem haldin var vegna árásarinnar á skopmyndablaðið Charlie Hebdo. En það var önnur fjarvera sem vakti líka athygli. Það var fjarvera Angelu Merkel og annarra kvenkyns þjóðarleiðtoga á fréttamyndum ísraelsks dagblaðs. Blaðið virðist hafa myndað sér þá stefnu að þótt sköpunarverkið kunni að vera fullkomið að nafninu til þá þurfi það, rétt eins og margar ofurfyrirsætur, aðstoð myndvinnsluforrits til þess að geta birst á prenti. Leiðtogakonurnar voru því klipptar út.Vanvirtar með þögninni Öfgamönnum sumra trúarbragða virðist illa við að fólk sjái myndir af konum. Ritstjóri Charlie Hebdo hafði ratað á dauðalista Al-Kaída samtakanna sem birtist í enskumælandi blaði á þeirra vegum. Þar voru myndir af honum og nokkrum öðrum karlmönnum. Konurnar tvær á listanum, Ayaan Hirsi Ali og Molly Norris voru listaðar án mynda. Það er auðvitað eitthvað afskaplega ljótt við þá afstöðu að birta ekki myndir af helmingi mannkyns. Það er eitthvað mjög sérstakt stig af fyrirlitningu að neita að viðurkenna að manneskjan sem maður fyrirlítur sé í raun til. Eða að hún eigi í það minnsta ekki að sjást gera nokkuð sem máli skiptir til að öðrum sé erfiðara að taka sér hana til fyrirmyndar. Það er dapurt að fólk gefi út blöð sem birta ekki myndir af konum þótt við verðum víst að lifa við það að slík blöð séu gefin út. Prentfrelsið á víst að tryggja rétt fólks til þess að gera hluti sem mörgum er illa við. Til dæmis með því að birta aðeins myndir af körlum í fötum eða konum án þeirra. Ef mönnum er illa við sumt af því sem er prentað þá mega þeir andmæla því kröftuglega. En ef menn vilja með lögum banna öðru fólki að birta hluti sem þeim sjálfum mislíkar þá er það verra mál. Ef einhver vill svo beinlínis upp á eigin spýtur meiða einhvern vegna einhvers sem hann segir eða skrifar þá er það algerlega óásættanlegt.Rót okkar stefnu Eflaust eru þeir til sem munu halda því fram að atburðirnir í París afhjúpi á einhvern hátt meintan barnaskap þeirra sem vilja til dæmis standa vörð um rétt múslima til að reisa sér bænahús. Þeir munu segja að ákveðin hugmyndafræði hafi valdið því að menn réðust inn á skrifstofur skopmyndablaðs og drápu þar fjölda manns. Þeir munu segja að þessi hugmyndafræði eigi rætur að rekja í íslam. Þeir munu spyrja hvort fólk vilji að eitthvað svona gerist á Íslandi. En fyrst við tölum um hugmyndafræði þá er ágætt að rifja upp okkar hugmyndafræði. Hugmyndafræði okkar sem segjumst vera stuðningsmenn frjálslynds vestræns stjórnarfars. Rifjum upp jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Ég held að það sé ágætt að festa allar skoðanir sínar í jafnréttisákvæðinu og öðrum sígildum mannréttindaákvæðum. Allar hugmyndir um boð og bönn verða að skoðast í þeirra ljósi. Þess vegna eru nýlegar vangaveltur þingmanns um sérstakt bakgrunnstékk á múslimum vondar. Þess vegna var kosningabarátta þeirra sem vildu ekki að múslimar reistu sér mosku ógeðfelld. Þótt einhverjir deili einni bakgrunnsbreytu með fólki sem fremur voðaverk þá tryggir okkar stjórnarfar það að þeir einir svari til saka fyrir voðaverkin sem þau sannarlega fremja. Allar hugmyndir sem fela það í sér að við þyrftum að afnema jafnrétti til að koma þeim í framkvæmd eru einskis nýtar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun