Tónlist

„Búnar að lenda í fleiri ævintýrum en flest fólk“

Freyr Bjarnason skrifar
Alma Guðmundsdóttir, Klara ósk Elíasdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir úr The Charlies.
Alma Guðmundsdóttir, Klara ósk Elíasdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir úr The Charlies.
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds segist á Facebook-síðu sinni vera stoltur af hljómsveitinni The Charlies, sem áður hét Nylon, fyrir að hafa látið drauminn sinn rætast, en hún er núna hætt störfumm, eins og sagt var frá um helgina.

„Þær eru jú búnar að lifa á tónlist í tíu ár á sólríkum stað með frábært fólk í kringum sig. Þær eru búnar að lenda í fleiri ævintýrum en flest fólk gerir á ævi sinni. Og fyrst og fremst héldu þær ótrauðar áfram þrátt fyrir mikið mótlæti að heiman frá fólki sem fannst fátt skemmtilegra en að sjá þær misstíga sig,“ skrifaði Ólafur, sem fékk mjög góðar undirtektir við færslunni.

Á meðal þeirra sem tóku undir orð hans var söngvarinn Friðrik Ómar: „Snillingar og okkur hinum hvatning!,“ skrifaði hann.


Tengdar fréttir

The Charlies hætt

Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×