Listin og tjáningarfrelsið Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun