Byssuframleiðandi sniðgengur Neeson 22. janúar 2015 11:30 Liam Neeson með byssuna á lofti í hasarmyndinni Taken 3. Byssuframleiðandinn sem útvegaði byssurnar fyrir Liam Neeson í Hollywood-myndinni Taken 3 hefur gagnrýnt leikarann fyrir ummæli hans um byssulög í Bandaríkjunum. Fyrirtækið PARA USA segist „sjá eftir“ að hafa unnið með Neeson eftir að hann lét hafa eftir sér að byssueign í Bandaríkjunum væri „skammarleg“. Byssuframleiðandinn bætti því við að hann ætlaði að slíta á öll tengsl við Taken-myndirnar og hvatti önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, samkvæmt vefsíðu BBC. „Við munum hætta að útvega vopn fyrir kvikmyndir með Liam Neeson í aðalhlutverki og óskum eftir því að vinir okkar og félagar í Hollywood forðist að tengja vörumerkið okkar og vörur við verkefni hans,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins á Facebook. „Það eru bara of margar… byssur þarna úti,“ sagði írski leikarinn við Gulf News í Dúbaí í síðustu viku. „Sérstaklega í Bandaríkjunum. „Mér finnst þetta hneyksli. Í hverri viku sjáum við í dagblöðum: Nokkur börn til viðbótar voru drepin í skólum,“ bætti hann við. Ummælin hafði hann uppi er hann svaraði spurningu um Charlie Hebdo-skotárásina í París fyrr í mánuðinum sem kostaði fjölda manns lífið. Neeson, sem hefur leikið Bryan Mills fyrrverandi starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í þremur Taken-myndum, sagði að byssuvandamálið tengdist ekki hasarmyndum frá Hollywood. „Ég ólst upp við að horfa á kúrekamyndir og elskaði að gera þetta [byssuhreyfing] með fingrunum: Bang, bang, bang, þú ert dauður! Ég endaði ekki sem morðingi,“ sagði hann. „Persóna eins og Bryan Mills leggur af stað með byssurnar og leitar hefnda: þetta er fantasía.“ PARA USA sagði að ummæli Neesons endurspegluðu „vanþekkingu á menningu og staðreyndum sem grafa undan stuðningi við bandarísku stjórnarskrána og bandarískt frelsi“. Taken 3 fór á toppinn, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, yfir aðsóknarmestu myndirnar eftir að hún var frumsýnd fyrr í þessum mánuði. Hún hefur einnig notið mikillar aðsóknar hér á landi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Byssuframleiðandinn sem útvegaði byssurnar fyrir Liam Neeson í Hollywood-myndinni Taken 3 hefur gagnrýnt leikarann fyrir ummæli hans um byssulög í Bandaríkjunum. Fyrirtækið PARA USA segist „sjá eftir“ að hafa unnið með Neeson eftir að hann lét hafa eftir sér að byssueign í Bandaríkjunum væri „skammarleg“. Byssuframleiðandinn bætti því við að hann ætlaði að slíta á öll tengsl við Taken-myndirnar og hvatti önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, samkvæmt vefsíðu BBC. „Við munum hætta að útvega vopn fyrir kvikmyndir með Liam Neeson í aðalhlutverki og óskum eftir því að vinir okkar og félagar í Hollywood forðist að tengja vörumerkið okkar og vörur við verkefni hans,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins á Facebook. „Það eru bara of margar… byssur þarna úti,“ sagði írski leikarinn við Gulf News í Dúbaí í síðustu viku. „Sérstaklega í Bandaríkjunum. „Mér finnst þetta hneyksli. Í hverri viku sjáum við í dagblöðum: Nokkur börn til viðbótar voru drepin í skólum,“ bætti hann við. Ummælin hafði hann uppi er hann svaraði spurningu um Charlie Hebdo-skotárásina í París fyrr í mánuðinum sem kostaði fjölda manns lífið. Neeson, sem hefur leikið Bryan Mills fyrrverandi starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í þremur Taken-myndum, sagði að byssuvandamálið tengdist ekki hasarmyndum frá Hollywood. „Ég ólst upp við að horfa á kúrekamyndir og elskaði að gera þetta [byssuhreyfing] með fingrunum: Bang, bang, bang, þú ert dauður! Ég endaði ekki sem morðingi,“ sagði hann. „Persóna eins og Bryan Mills leggur af stað með byssurnar og leitar hefnda: þetta er fantasía.“ PARA USA sagði að ummæli Neesons endurspegluðu „vanþekkingu á menningu og staðreyndum sem grafa undan stuðningi við bandarísku stjórnarskrána og bandarískt frelsi“. Taken 3 fór á toppinn, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, yfir aðsóknarmestu myndirnar eftir að hún var frumsýnd fyrr í þessum mánuði. Hún hefur einnig notið mikillar aðsóknar hér á landi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög