Kreddur frekar en hagsmunamat Stjórnarmaðurinn skrifar 28. janúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun