Gamlir draugar Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. janúar 2015 07:00 Merkilega oft virðist hér umræða um gjaldmiðilsmál fara í hringi án þess að þokast áfram. Þar hjálpar ekki til að fluttir eru inn hagfræðingar frá Danmörku til þess að vekja upp í henni gamla drauga. Einhverjir hafa nefnilega hent á lofti orð Lars Christensen, aðalhagfræðings Danske Bank, á fundi VÍB á miðvikudag, að Kanadadollar og norsk króna væru raunhæfari og betri valkostir í gjaldmiðilsmálum Íslands en upptaka evru. (Um leið virðist hann þeirrar skoðunar að krónan sé ekki málið.) Með öllu virðist gleymd viðamikil skýrsla Seðlabanka Íslands sem út kom á haustdögum 2012 og nefndist „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“. Niðurstaða þeirrar skoðunar er að valkostirnir séu tveir, annars vegar endurbætt umgjörð krónu og afnám hafta, og hins vegar aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu. Í skýrslu Seðlabankans er einhliða upptaka annarrar myntar líka slegin út af borðinu með góðum rökum, svo sem vegna kostnaðar og skorts á baklandi fyrir fjármálafyrirtæki. Um leið er talið ólíklegt að önnur lönd yrðu til viðræðu um að heimila Íslandi afnot af gjaldmiðli eða vera hér lánveitandi til þrautavara án þess að fá um leið veruleg yfirráð yfir fjármálakerfinu. Seðlabankinn telur Kanadadollar raunar með sístu kostum, þrátt fyrir stöðugleika í stjórn peningamála þar. „Kanadíska myntsvæðið er lítið og engin önnur ríki tengjast því, viðskipti við Kanada eru nánast engin og tengsl kanadísku hagsveiflunnar og hinnar íslensku mjög takmörkuð,“ segir í skýrslu Seðlabankans. Niðurstaða Seðlabankans var nefnilega að utan krónu væri tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Evrusvæðið vegur langþyngst í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar og erlendum skuldum hennar og er evran algengasta uppgjörsmynt erlendra viðskipta hennar ásamt Bandaríkjadal.“ Evrusvæðið væri jafnframt næststærsta myntsvæði heims. „Því fylgir tengingu við evruna viðbótarábati, vegna þess að fjöldi annarra ríkja gerir slíkt hið sama eða reynir að draga úr sveiflum gagnvart henni.“ Og þótt tengsl innlendrar hagsveiflu við hagsveiflu evrusvæðisins væru takmörkuð þá bendi rannsóknir til þess að slík tengsl aukist jafnan við aðild að myntbandalagi. Í skýrslu Seðlabankans kemur líka fram að ætla megi að sveigjanlegt gengi krónu sé að jafnaði fremur til þess fallið að vera sjálfstæð uppspretta aukinna sveiflna í þjóðarbúskapnum en skilvirkt tæki til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Sá vandi einskorðist ekki við krónuna heldur sé eðlislægt einkenni mjög lítilla gjaldmiðla. Þótt Christensen og aðrir sérfræðingar Danske bank hafi í mars 2006 náð að benda á brotalamir í íslensku efnahagslífi sem hefðu átt að vera ráðamönnum hér augljósar þá fór yfirvofandi alþjóðlega efnahagskrísan fram hjá þeim á sama tíma. Á sama hátt virðist stóra myndin utan seilingar í greiningu hans á kostum Íslands í peningamálum. Kostirnir eru tveir. Öðrum fylgir sjálfstæður sveiflu- og verðbólguvaldur og ávísun á gamalkunna hringekju efnahagsþróunar, heldur skaðlegri, en ekki síður leiðinleg, en hringavitleysa í umræðu um efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Spáði fyrir um hrunið og segir evruna ekki henta Íslandi Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. 28. janúar 2015 21:30 Markmiðið er stöðugleiki og fyrirsjáanleiki Markmiðið við stjórn peningamála er alltaf stöðugleiki og fyrirsjáanleiki, sagði Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Banka, 28. janúar 2015 09:38 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Merkilega oft virðist hér umræða um gjaldmiðilsmál fara í hringi án þess að þokast áfram. Þar hjálpar ekki til að fluttir eru inn hagfræðingar frá Danmörku til þess að vekja upp í henni gamla drauga. Einhverjir hafa nefnilega hent á lofti orð Lars Christensen, aðalhagfræðings Danske Bank, á fundi VÍB á miðvikudag, að Kanadadollar og norsk króna væru raunhæfari og betri valkostir í gjaldmiðilsmálum Íslands en upptaka evru. (Um leið virðist hann þeirrar skoðunar að krónan sé ekki málið.) Með öllu virðist gleymd viðamikil skýrsla Seðlabanka Íslands sem út kom á haustdögum 2012 og nefndist „Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“. Niðurstaða þeirrar skoðunar er að valkostirnir séu tveir, annars vegar endurbætt umgjörð krónu og afnám hafta, og hins vegar aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu. Í skýrslu Seðlabankans er einhliða upptaka annarrar myntar líka slegin út af borðinu með góðum rökum, svo sem vegna kostnaðar og skorts á baklandi fyrir fjármálafyrirtæki. Um leið er talið ólíklegt að önnur lönd yrðu til viðræðu um að heimila Íslandi afnot af gjaldmiðli eða vera hér lánveitandi til þrautavara án þess að fá um leið veruleg yfirráð yfir fjármálakerfinu. Seðlabankinn telur Kanadadollar raunar með sístu kostum, þrátt fyrir stöðugleika í stjórn peningamála þar. „Kanadíska myntsvæðið er lítið og engin önnur ríki tengjast því, viðskipti við Kanada eru nánast engin og tengsl kanadísku hagsveiflunnar og hinnar íslensku mjög takmörkuð,“ segir í skýrslu Seðlabankans. Niðurstaða Seðlabankans var nefnilega að utan krónu væri tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Evrusvæðið vegur langþyngst í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar og erlendum skuldum hennar og er evran algengasta uppgjörsmynt erlendra viðskipta hennar ásamt Bandaríkjadal.“ Evrusvæðið væri jafnframt næststærsta myntsvæði heims. „Því fylgir tengingu við evruna viðbótarábati, vegna þess að fjöldi annarra ríkja gerir slíkt hið sama eða reynir að draga úr sveiflum gagnvart henni.“ Og þótt tengsl innlendrar hagsveiflu við hagsveiflu evrusvæðisins væru takmörkuð þá bendi rannsóknir til þess að slík tengsl aukist jafnan við aðild að myntbandalagi. Í skýrslu Seðlabankans kemur líka fram að ætla megi að sveigjanlegt gengi krónu sé að jafnaði fremur til þess fallið að vera sjálfstæð uppspretta aukinna sveiflna í þjóðarbúskapnum en skilvirkt tæki til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Sá vandi einskorðist ekki við krónuna heldur sé eðlislægt einkenni mjög lítilla gjaldmiðla. Þótt Christensen og aðrir sérfræðingar Danske bank hafi í mars 2006 náð að benda á brotalamir í íslensku efnahagslífi sem hefðu átt að vera ráðamönnum hér augljósar þá fór yfirvofandi alþjóðlega efnahagskrísan fram hjá þeim á sama tíma. Á sama hátt virðist stóra myndin utan seilingar í greiningu hans á kostum Íslands í peningamálum. Kostirnir eru tveir. Öðrum fylgir sjálfstæður sveiflu- og verðbólguvaldur og ávísun á gamalkunna hringekju efnahagsþróunar, heldur skaðlegri, en ekki síður leiðinleg, en hringavitleysa í umræðu um efnahagsmál.
Spáði fyrir um hrunið og segir evruna ekki henta Íslandi Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. 28. janúar 2015 21:30
Markmiðið er stöðugleiki og fyrirsjáanleiki Markmiðið við stjórn peningamála er alltaf stöðugleiki og fyrirsjáanleiki, sagði Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Banka, 28. janúar 2015 09:38
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun