Engar undanþágur, eða fyrirsjáanlegar undanþágur? Stjórnarmaðurinn skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira