Charlie Hunnam úr sjónvarpsþáttunum Sons of Anarchy hefur tekið að sér hlutverk í Lost City of Z.
Þar leikur hann á móti Robert Pattinson og Siennu Miller.
Myndinni er leikstýrt af James Gray sem er þekktur fyrir We Own the Night.
Hunnam hleypur í skarðið fyrir Benedict Cumberbatch sem varð að hætta við að leika í myndinni vegna hlutverks síns í Marvel-myndinni Doctor Strange.
