Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Í heimsókn númer tvö. Tracy Lynn Bink kom fyrst til Íslands vorið 2013 til fyrstu viðræðna við Icelandair um samnýtingu flugnúmera félaganna. "Ferlið hefur tekið sinn tíma,“ segir hún. Fréttablaið/Valli Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin. Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Bandaríska flugfélagið JetBlue horfir til tækifæra sem tengjast markaðssetningu á ferðum til Íslands í Bandaríkjunum í kjölfar aukins samstarfs við Icelandair Group sem tilkynnt var um í gær. Félögin kynntu þá fyrirætlan sína að samnýta flugnúmer og hafa sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstarfs til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnuverkefna flugfélaga hjá JetBlue, segir samkomulag á borð við það sem gert hefur verið við Icelandair töluvert mál fyrir félagið. „Flestir okkar samnýtingarsamningar eru einhliða, þar sem við göngum til samstarfs við alþjóðlegt flugfélag sem þá setur sitt flugnúmer á okkar leiðir,“ segir hún. Samningurinn við Icelandair sé tvíhliða þar sem bæði félög yfirfæri flugnúmer sín á hitt félagið. Í því séu fólgin aukin tækifæri til markaðssetningar, bæði á flugi milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og í flugi til Íslands sérstaklega.Þota JetBlue. Hér má sjá Airbus A320 farþegaþotu JetBlue, sem er bandarískt flugfélag, sem notast við þotur frá Airbus. Airbus er evrópskur flugvélaframleiðandi. Icelandair Group, notast hins vegar við farþegaþotur frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing.Mynd/AirbusAf ellefu „codeshare“ samningum sem JetBlue hefur gert er samningurinn við Icelandair sá fjórði sem sé tvíhliða. Hinir samningarnir segir hún að séu við Emirates-flugfélagið, South African Airways og Singapore Airlines. „Hinir samningarnir eru gerðir sérstaklega með það fyrir augum að ná hlutdeild í ferðalögum opinberra starfsmanna en samningurinn við Icelandair snýr að orlofsferðum og þar erum við að feta nýja slóð í markaðssetningu og samstarfi.“ Félögin hafa átt í svonefndu „interline“ samstarfi á flugleiðum frá árinu 2011, sem snýr aðallega að samhæfingu farangursreglna og öðru slíku, en fyrir er JetBlue með 39 slíka samninga í gangi. Á vef Icelandair má svo sjá að félagið hefur gert tvo „codeshare“ samninga, við norrænu flugfélögin Finnair og SAS, auk nítján „interline“ samninga. Með samnýtingu flugnúmera segir Bink hins vegar möguleika í sölu og markaðssetningu ferða aukast. Bæði félög fjölgi áfangastöðum, vestan hafs og austan, og leggi um leið áherslu á sölu ferða til Íslands. JetBlue leggur áherslu á orlofs- og skemmtiferðir og segir Tracy Bink að megnið af farþegum félagsins til þessa sæki heim staði á borð við Flórída og eyjar í Karíbahafinu. „En núna höfum við færi á að bjóða fólki annars konar ferðir með Ísland og allt þess aðdráttarafl sem áfangastað,“ segir hún og bætir við að um leið aukist möguleikar þeirra hér á Klakanum sem horfa til heitari slóða. Bink segir að samningurinn við Icelandair sé ótímabundinn. „Þannig eru þessir samningar alla jafna. Þeir standa á meðan allt gengur upp.“ Ferðir fari hins vegar líklega ekki í sölu fyrr en í aprílbyrjun, en þá býst hún við að liggi fyrir heimild samgönguráðuneytis Bandaríkjanna (DOT) og flugmálastofnunar (FAA) fyrir „codeshare“ samningi félaganna. Hér á Íslandi segir Bink að ferlið virðist léttara í vöfum. „Meira í þá átt að nægi að tilkynna um samstarfið,“ segir hún og hlær. Meginstarfsstöðvar JetBlue í Bandaríkjunum eru í Boston og á JFK-flugvelli í New York, en þaðan er svo flogið áfram vítt og breitt um Bandaríkin.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks "codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum. Skrifað var undir samkomulagið í dag. 6. febrúar 2015 13:38