Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Aníta Hinriksdóttir þakkar keppinautum sínum eftir hlaupið í Kaplakrika í gær. fréttablaðið/valli Frjálsar ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir var einn af sigurvegurum helgarinnar þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í nýrri og glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi er hún kom í mark á 2:01,77 mínútum en þar með bætti hún rúmlega ársgamalt met sitt, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Aníta bætti þar með einnig eigið Evrópumet ungmenna í flokki nítján ára og yngri. Þetta er sjötti besti tími ársins á heimsvísu í fullorðinsflokki og sá besti í hennar aldursflokki. Þó svo að árið sé enn ungt er ljóst að Aníta mætir gríðarlega sterk til leiks árið 2015. „Ég er mjög sátt við tímann. Mér leið vel í brautinni og hitti ágætlega á þetta í dag. Þetta var gott,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið að hlaupinu loknu í gær. „Ég reyndi að vera skynsöm – fara passlega hratt af stað sem er ákveðin kúnst og það gekk bara vel. Ég náði líka að halda einbeitingu allt hlaupið.“Vísir/GettyHápunkturinn á innanhússtímabilinu er EM í Prag sem fer fram 6.-8. mars. Þar verður Aníta á meðal keppenda og hefur hún, ásamt þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, hagað æfingaálaginu til að ná sem bestum árangri þar. „Við erum byrjuð að létta æfingarnar hjá mér enda mörg mót þessa dagana og svo stefni ég að því að toppa á EM. Ég vonast auðvitað til að gera alltaf meira og betur. Fyrsta markmiðið er að bæta sinn besta árangur en það væri gott að nýta þessa keppni til að safna reynslu og stríða þeim bestu. Ég held að ég ætti að geta hlaupið með þeim,“ segir Aníta en eins og gefur að skilja fær hún litla samkeppni í sinni grein hér á landi og skildi hún keppinauta sína eftir á fyrstu metrunum í gær. „Samkeppnin gefur manni mikið og líklegra að allt gangi upp hjá manni þá,“ bætir Aníta við. Aníta sló í gegn árið 2013 er hún varð heimsmeistari sautján ára og yngri í 800 m hlaupi og Evrópumeistari 19 ára og yngri í sömu grein með skömmu millibili. Það gekk svo á ýmsu í fyrra en mestu vonbrigðin voru að klára ekki úrslitahlaupið á HM ungmenna í Bandaríkjunum, þar sem Aníta þótti einna sigurstranglegust. Hún varð þó ellefta á EM fullorðinna í Zürich. „Síðasta ár var lærdómsríkt. Ég æfði vel og gerði mistök eins og gengur og gerist í þessu,“ segir Aníta en hún segist spennt fyrir árinu sem er nú fram undan. „Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki og því horfi ég helst á að standa mig vel á EM [19 ára og yngri] í sumar,“ segir hún en Aníta á sem fyrr segir titil að verja á því móti. „Það væri svo rosalega gaman að fá boð um að keppa á Demantamóti. Það væri í raun algjör draumur fyrir mig,“ segir Aníta en bætir við að mikilvægast sé að henni líður vel. „Mér líður mjög vel og það skiptir hellings máli.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Frjálsar ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir var einn af sigurvegurum helgarinnar þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í nýrri og glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu FH-inga í Kaplakrika. Hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi er hún kom í mark á 2:01,77 mínútum en þar með bætti hún rúmlega ársgamalt met sitt, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um fjóra hundraðshluta úr sekúndu. Aníta bætti þar með einnig eigið Evrópumet ungmenna í flokki nítján ára og yngri. Þetta er sjötti besti tími ársins á heimsvísu í fullorðinsflokki og sá besti í hennar aldursflokki. Þó svo að árið sé enn ungt er ljóst að Aníta mætir gríðarlega sterk til leiks árið 2015. „Ég er mjög sátt við tímann. Mér leið vel í brautinni og hitti ágætlega á þetta í dag. Þetta var gott,“ sagði Aníta í samtali við Fréttablaðið að hlaupinu loknu í gær. „Ég reyndi að vera skynsöm – fara passlega hratt af stað sem er ákveðin kúnst og það gekk bara vel. Ég náði líka að halda einbeitingu allt hlaupið.“Vísir/GettyHápunkturinn á innanhússtímabilinu er EM í Prag sem fer fram 6.-8. mars. Þar verður Aníta á meðal keppenda og hefur hún, ásamt þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, hagað æfingaálaginu til að ná sem bestum árangri þar. „Við erum byrjuð að létta æfingarnar hjá mér enda mörg mót þessa dagana og svo stefni ég að því að toppa á EM. Ég vonast auðvitað til að gera alltaf meira og betur. Fyrsta markmiðið er að bæta sinn besta árangur en það væri gott að nýta þessa keppni til að safna reynslu og stríða þeim bestu. Ég held að ég ætti að geta hlaupið með þeim,“ segir Aníta en eins og gefur að skilja fær hún litla samkeppni í sinni grein hér á landi og skildi hún keppinauta sína eftir á fyrstu metrunum í gær. „Samkeppnin gefur manni mikið og líklegra að allt gangi upp hjá manni þá,“ bætir Aníta við. Aníta sló í gegn árið 2013 er hún varð heimsmeistari sautján ára og yngri í 800 m hlaupi og Evrópumeistari 19 ára og yngri í sömu grein með skömmu millibili. Það gekk svo á ýmsu í fyrra en mestu vonbrigðin voru að klára ekki úrslitahlaupið á HM ungmenna í Bandaríkjunum, þar sem Aníta þótti einna sigurstranglegust. Hún varð þó ellefta á EM fullorðinna í Zürich. „Síðasta ár var lærdómsríkt. Ég æfði vel og gerði mistök eins og gengur og gerist í þessu,“ segir Aníta en hún segist spennt fyrir árinu sem er nú fram undan. „Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki og því horfi ég helst á að standa mig vel á EM [19 ára og yngri] í sumar,“ segir hún en Aníta á sem fyrr segir titil að verja á því móti. „Það væri svo rosalega gaman að fá boð um að keppa á Demantamóti. Það væri í raun algjör draumur fyrir mig,“ segir Aníta en bætir við að mikilvægast sé að henni líður vel. „Mér líður mjög vel og það skiptir hellings máli.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira