Lúxusvandamál á fundi stjórnar FRÍ á fimmtudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2015 07:00 Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir voru öflugar um helgina. Vísir/Vilhelm Íslenska frjálsíþróttaárið 2015 byrjar vel og enn eitt dæmi um það var velheppnað Meistaramót Íslands í nýrri Frjálsíþróttahöll FH-inga um síðustu helgi. „Við erum gríðarlega ánægðir með hvernig frjálsíþróttahópurinn okkar kemur undan vetri. Það er bara áframhald á bætingum í stórum stíl. Það er búin að vera algjör veisla þrjár helgar í röð. Fyrst á RIG-mótinu, svo á Stórmóti ÍR og loks á Meistaramótinu,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins. Íslensku frjálsíþróttastelpurnar eru í einstaklega góðu formi og það sést ekki síst á listanum yfir bestu afrek helgarinnar. Á topp tólf listanum eiga stelpurnar tíu afrek. „Það er meiriháttar flott hjá þeim og við höfum líka aldrei í sögu frjálsíþrótta á Íslandi státað af eins glæsilegum ungmennahópi. Það er margt sem kemur til í því, bæði hefur unglingastarfið hjá félögunum í landinu verið gríðarlega gott og þarna kemur líka inn í innanhússaðstaðan frá aldamótum. Allt leggst þetta á eitt til að skapa nýja tíma fyrir okkur,“ segir Einar. Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir settu bæði Íslandsmet í Kaplakrika á MÍ um helgina og metið sem Hrafnhild sló var búið að standa í að verða 19 ár. Aníta og Hrafnhild Eir hafa aldrei verið betri en nú og þær áttu báðar tvö afrek á topp tólf. Enginn var þó öflugri en hin magnaða Hafdís Sigurðardóttir sem átti þrjú afrek inn á topp tólf. Aníta náði besta afrekinu þegar hún setti Íslands- og evrópskt unglingamet með því að koma í mark í 800 metra hlaupi á 2:01,77 mínútum. Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir setti sitt met í 60 metra hlaupi og bætti met frá 1996. Kolbeinn Höður Gunnarsson var eini fulltrúi karlpeningsins á topp tólf en hann bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi aðra helgina í röð. Þrjú Íslandsmet á átta dögum sýna það svart á hvítu að þar fer hlaupari á hraðri uppleið. Ívar Kristinn Jasonarson situr í þrettánda sæti listans, næstur karlmanna á eftir Kolbeini, en hann er einnig alveg við viðmiðunarlágmark inn á Evrópumótið. Einar horfir ekki aðeins til Ívars þegar hann talar um mögulega fjölgun í EM-hópnum. „Vonandi á eftir að fjölga í þessum hópi frá því sem nú er. Það eru kandídatar á leiðinni sem eru með það í sigtinu, í kúlunni, í langstökkinu og í 400 metra hlaupinu. Svo er spurning hvort Einar Daði Lárusson komist að í sjöþraut því þar verða fimmtán bestu í Evrópu valdir. Það stefnir í að það verði metfjöldi Íslendinga sem nái öðru árangursviðmiði til þátttöku. Svo er það spurning hversu margir fara þegar allar reglur verða skoðaðar,“ segir Einar. „Við viljum gefa sem flestum tækifæri,“ segir Einar en stjórn FRÍ mun fara yfir það á fimmtudag hverjir fara á EM. „Við höfum ekki verið með þetta lúxusvandamál áður. Ég verð að passa að segja ekki of mikið um það að allir séu að fara og svo kemur eitthvað bakslag. Það er ekki skemmtilegt,“ segir Einar. „Tveir eru búnir að tryggja sig og þrír aðrir kandidatar eru búnir að ná árangursviðmiði tvö og fleiri bætast væntanlega inn í þann hóp. Það eru nefnilega tveir til þrír í viðbót sem vonast eftir því að komast inn í þann hóp líka. Við eigum val um að senda fleiri en áður á EM,“ segir Einar. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís nærri dottin: Heppin að ég lamdi ekki Hrafnhild Vön því að æfa hlaup í fótboltahöllum á Akureyri. 9. febrúar 2015 06:00 Kolbeinn Höður: Ætla fyrstur Íslendinga undir 21 sekúndu Kolbeinn Höður Gunnarsson hlaupari ætlar sér stóra hluti á komandi árum og er búinn að setja sér markmið tvö ár fram í tímann. 8. febrúar 2015 22:30 Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Kolbeinn Höður Gunnarsson er í Íslandsmeta-formi þessa dagana og keppir á Meistaramóti Íslands í frjálsum í Kaplakrika í dag. 7. febrúar 2015 10:00 Meðferðin á einstöku nafni Hrafnhild löngu hætt að pirra hana Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi. 6. febrúar 2015 06:30 Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót Aníta Hinriksdóttir virðist í góðu formi í upphafi nýs árs en hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika. Aníta bætti einnig eigið Evrópumet í flokki 19 ára og yngri. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjá meira
Íslenska frjálsíþróttaárið 2015 byrjar vel og enn eitt dæmi um það var velheppnað Meistaramót Íslands í nýrri Frjálsíþróttahöll FH-inga um síðustu helgi. „Við erum gríðarlega ánægðir með hvernig frjálsíþróttahópurinn okkar kemur undan vetri. Það er bara áframhald á bætingum í stórum stíl. Það er búin að vera algjör veisla þrjár helgar í röð. Fyrst á RIG-mótinu, svo á Stórmóti ÍR og loks á Meistaramótinu,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins. Íslensku frjálsíþróttastelpurnar eru í einstaklega góðu formi og það sést ekki síst á listanum yfir bestu afrek helgarinnar. Á topp tólf listanum eiga stelpurnar tíu afrek. „Það er meiriháttar flott hjá þeim og við höfum líka aldrei í sögu frjálsíþrótta á Íslandi státað af eins glæsilegum ungmennahópi. Það er margt sem kemur til í því, bæði hefur unglingastarfið hjá félögunum í landinu verið gríðarlega gott og þarna kemur líka inn í innanhússaðstaðan frá aldamótum. Allt leggst þetta á eitt til að skapa nýja tíma fyrir okkur,“ segir Einar. Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir settu bæði Íslandsmet í Kaplakrika á MÍ um helgina og metið sem Hrafnhild sló var búið að standa í að verða 19 ár. Aníta og Hrafnhild Eir hafa aldrei verið betri en nú og þær áttu báðar tvö afrek á topp tólf. Enginn var þó öflugri en hin magnaða Hafdís Sigurðardóttir sem átti þrjú afrek inn á topp tólf. Aníta náði besta afrekinu þegar hún setti Íslands- og evrópskt unglingamet með því að koma í mark í 800 metra hlaupi á 2:01,77 mínútum. Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir setti sitt met í 60 metra hlaupi og bætti met frá 1996. Kolbeinn Höður Gunnarsson var eini fulltrúi karlpeningsins á topp tólf en hann bætti Íslandsmetið í 200 metra hlaupi aðra helgina í röð. Þrjú Íslandsmet á átta dögum sýna það svart á hvítu að þar fer hlaupari á hraðri uppleið. Ívar Kristinn Jasonarson situr í þrettánda sæti listans, næstur karlmanna á eftir Kolbeini, en hann er einnig alveg við viðmiðunarlágmark inn á Evrópumótið. Einar horfir ekki aðeins til Ívars þegar hann talar um mögulega fjölgun í EM-hópnum. „Vonandi á eftir að fjölga í þessum hópi frá því sem nú er. Það eru kandídatar á leiðinni sem eru með það í sigtinu, í kúlunni, í langstökkinu og í 400 metra hlaupinu. Svo er spurning hvort Einar Daði Lárusson komist að í sjöþraut því þar verða fimmtán bestu í Evrópu valdir. Það stefnir í að það verði metfjöldi Íslendinga sem nái öðru árangursviðmiði til þátttöku. Svo er það spurning hversu margir fara þegar allar reglur verða skoðaðar,“ segir Einar. „Við viljum gefa sem flestum tækifæri,“ segir Einar en stjórn FRÍ mun fara yfir það á fimmtudag hverjir fara á EM. „Við höfum ekki verið með þetta lúxusvandamál áður. Ég verð að passa að segja ekki of mikið um það að allir séu að fara og svo kemur eitthvað bakslag. Það er ekki skemmtilegt,“ segir Einar. „Tveir eru búnir að tryggja sig og þrír aðrir kandidatar eru búnir að ná árangursviðmiði tvö og fleiri bætast væntanlega inn í þann hóp. Það eru nefnilega tveir til þrír í viðbót sem vonast eftir því að komast inn í þann hóp líka. Við eigum val um að senda fleiri en áður á EM,“ segir Einar.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís nærri dottin: Heppin að ég lamdi ekki Hrafnhild Vön því að æfa hlaup í fótboltahöllum á Akureyri. 9. febrúar 2015 06:00 Kolbeinn Höður: Ætla fyrstur Íslendinga undir 21 sekúndu Kolbeinn Höður Gunnarsson hlaupari ætlar sér stóra hluti á komandi árum og er búinn að setja sér markmið tvö ár fram í tímann. 8. febrúar 2015 22:30 Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Kolbeinn Höður Gunnarsson er í Íslandsmeta-formi þessa dagana og keppir á Meistaramóti Íslands í frjálsum í Kaplakrika í dag. 7. febrúar 2015 10:00 Meðferðin á einstöku nafni Hrafnhild löngu hætt að pirra hana Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi. 6. febrúar 2015 06:30 Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót Aníta Hinriksdóttir virðist í góðu formi í upphafi nýs árs en hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika. Aníta bætti einnig eigið Evrópumet í flokki 19 ára og yngri. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjá meira
Hafdís nærri dottin: Heppin að ég lamdi ekki Hrafnhild Vön því að æfa hlaup í fótboltahöllum á Akureyri. 9. febrúar 2015 06:00
Kolbeinn Höður: Ætla fyrstur Íslendinga undir 21 sekúndu Kolbeinn Höður Gunnarsson hlaupari ætlar sér stóra hluti á komandi árum og er búinn að setja sér markmið tvö ár fram í tímann. 8. febrúar 2015 22:30
Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð Kolbeinn Höður Gunnarsson er í Íslandsmeta-formi þessa dagana og keppir á Meistaramóti Íslands í frjálsum í Kaplakrika í dag. 7. febrúar 2015 10:00
Meðferðin á einstöku nafni Hrafnhild löngu hætt að pirra hana Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hætti í handbolta þegar hún var sautján ára og skellti sér á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu. Um síðustu helgi var hún aðeins tveimur sekúndubrotum frá því að setja nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi. 6. febrúar 2015 06:30
Aníta: Draumurinn að fá boð á Demantamót Aníta Hinriksdóttir virðist í góðu formi í upphafi nýs árs en hún bætti eigið Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss á Meistaramóti Íslands í Kaplakrika. Aníta bætti einnig eigið Evrópumet í flokki 19 ára og yngri. 9. febrúar 2015 07:00