Flexaði vöðvana í Talent og fékk fimmtíu vinabeiðnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. febrúar 2015 08:30 Dagbjartur kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og spjótkast á hug hans allan. vísir/valli Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann. Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Dagbjartur Daði Jónsson kom fram í þriðja þætti Ísland Got Talent en þar hermdi hann á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn. „Facebook sprakk eiginlega hjá mér. Ég er kominn með einhverjar fimmtíu vinabeiðnir,“ segir hinn sautján ára gamli Dagbjartur. Nær allar vinabeiðnirnar komu frá stelpum. Eftir að dómarar höfðu gert upp hug sinn bauð Jón Jónsson honum upp á að nýta síðustu sekúndurnar á sviðinu til að hnykla vöðvana. Eftir þáttinn tísti Dagbjartur á Twitter að Jón Jónsson væri sennilega besti vængmaður sögunnar og hann ætti erfitt með svefn sökum truflana frá Facebook. „Jón á einhver verðlaun skilið fyrir þetta,“ segir Dagbjartur.@jonjonssonmusic Takk fyrir að vera mjög líklega besti wingman ever get varla sofið yfir facebook! #IGT2 — Dagbjartur Jónsson (@DagbjarturJnsso) February 8, 2015 Aðspurður segist hann hafi lengi getað hermt eftir Gollri. Hann hafi uppgötvað það í sjöunda bekk en stutt er síðan hann áttaði sig á því að það væru fáir sem byggju yfir þessum hæfileika. „Ég ákvað sjálfur að taka þátt. Það var engin utanaðkomandi pressa.“ Hann fékk þrjú nei frá dómurunum en Selma Björnsdóttir spurði hann hvort hann ætti til fleiri eftirhermur í pokahorninu. Dagbjartur neitaði því en sagði að hann væri búinn að undirbúa atriði ef hann kæmist áfram. „Ég hafði hugsað mér að láta Gollri og Smjagal taka „rappbattl“. Ég var byrjaður að undirbúa textann og ætlaði að hafa frumsaminn takt undir.“ Hann ætlaði ekki að láta þar við sitja heldur vera í fullum skrúða, aðeins íklæddur lendaskýlu og málaður sem Gollrir. Niðurstaða dómaranna þýðir að það atriði mun líklega ekki rata á skjái landsmanna. Dagbjartur stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi þegar hann er ekki upptekinn við að herma eftir persónu Tolkiens. Hann stundar einnig spjótkast af kappi en Dagbjartur kemur úr mikilli frjálsíþróttafjölskyldu. Móðir hans er hlaupadrottningin Martha Ernstsdóttir og hann og Aníta Hinriksdóttir eru systkinabörn. „Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Dagbjartur. Í fyrra varð hann í fjórða sæti á Meistaramóti Íslands í spjótkasti fullorðinna auk þess að bera höfuð og herðar yfir keppendur í unglingaflokki. Hann keppti einnig í undankeppni Ólympíuleika æskunnar í Bakú í Aserbaídsjan. „Ég veit ekki hvort þetta „flex“ mun skila einhverju en það væri gaman,“ segir hann.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir „Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40 Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52 Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33 Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Syngur á grænlensku og talar ensku með dönskum hreim“ Enn stelur Grænlendingur senunni í Ísland Got Talent 8. febrúar 2015 21:40
Sló í gegn hjá salnum en heillaði ekki dómarana Frumleg Gollris eftirherma dugði ekki til. 8. febrúar 2015 20:52
Ung móðir frá Akranesi söng Selmu upp úr skónum Þriðji keppandinn sem fer áfram með gullhnappinum. 8. febrúar 2015 20:33
Veldu besta augnablikið: Kem aftur, rappararnir og flexarinn Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilega vinninga. 8. febrúar 2015 21:16
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning