Þjálfar hausinn alveg eins og hún þjálfar líkamann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2015 08:00 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir stendur sig mjög vel með sundliði Arizona State-háskólans og er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt í úrslitamóti bandaríska háskólasundsins í ár. Vísir/AFP Hafnfirðingurinn Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er á sínu öðru ári í Arizona State-háskólanum og finnur sig ekki bara vel í skólanum og hitanum í Arizona heldur er hún einnig farin að bæta sig mikið í lauginni. Um síðustu helgi synti hún sig inn á úrslitamót NCAA við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna en til þess þurfti hún að bæta sinn besta tíma um hálfa sekúndu. Ingibjörg Kristín tryggði sér sætið með því að synda 100 jarda baksund á 52,96 sekúndum á „dual“-móti en þar keppa tveir skólar sem keppa hvor á móti öðrum þar sem sundfólkið safnar stigum. „Á þessu dual-móti vorum við að keppa við hinn skólann hérna í Arizona og það er alltaf mikill rígur á milli okkar svo það var ákveðin pressa að standa sig vel,“ segir Ingibjörg. „Ég byrjaði á því að synda 50 jarda baksund og vann það og var aðeins 10/100 frá mínum allra besta tíma. Eftir 50 jarda baksundið talaði ég við þjálfarana mína og yfirþjálfarinn spurði mig hvort ég gæti byrjað svona hratt í 100 og ég sagði bara já ég skal gera það. Ég man lítið eftir sundinu sjálfu en ég man að eftir fyrsta 50 var ég orðin langt á undan svo ég vissi að ég var að fara hratt en ekki hversu hratt,“ segir Ingibjörg.Sá ekki tímann fyrir sólinni „Þegar ég snerti bakkann þá urðu þvílík fagnaðarlæti en tímataflan er fyrir aftan okkur og út af sólinni þá sá ég ekki tímann og þurfti að synda aðeins út í laugina til að sjá. Þegar ég sá tímann þá fékk ég smá sjokk, ég bjóst alls ekki við þessu og vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að haga mér. Þetta var bæting á mínum besta tíma um hálfa sekúndu og ég á eftir að hvíla fyrir stærsta mótið. Ég var einnig búin að tala við þjálfarana um hvað ég þyrfti að synda hratt til að komast inn á NCAA og við vorum sammála um að til að vera örugg þyrfti ég að fara undir 53.00 en í fyrra þurfti 53.20 til að komast inn. Ég fór á 52.96 svo ég ætti að vera örugg inn á mótið en fyrst mun ég keppa á Pac 12 sem er deildarmeistaramótið, svo tveimur vikum eftir það fer ég á NCAA,“ segir Ingibjörg sem er búin að gera betur en í fyrra. „Í fyrra náði ég ekki inn á NCAA, ég missti af því með 25/100, svo ég var ákveðin eftir það að ég myndi fara á næsta ári sem er að verða að veruleika. Það er stelpa hérna í liðinu sem náði heldur ekki inn á í fyrra með aðeins 21/100 svo við höfum verið að minna hvor aðra á hvað markmiðið okkar er dagsdaglega ásamt því að við lyftum saman sem er mjög góð hvatning af því við höfum sama markmið,“ segir Ingibjörg. Allar sundgreinarnar mælast í jördum en ekki metrum. „Það var erfitt að venjast jördunum, í fyrra þegar ég kom vissi ég ekki hvað tímarnir mínir þýddu. Ég æfði alltaf í 50 metra laug heima en 25 jardar eru um 22 metrar svo þetta er skrítið. Núna er þetta orðið miklu betra, ég er miklu meðvitaðri um allt, sem hjálpar mjög mikið,“ segir Ingibjörg.Á hækjum í tvær vikur Tímabilið byrjaði þó ekki vel hjá henni. „Í október rann ég á startblokkinni á æfingu og þurfti að vera á hækjum í tvær vikur og mátti ekki synda neitt. Ég var frá sundi í þrjár vikur en það fékk mig til að hugsa mikið um hvað ég elskaði sund mikið og hvað ég vildi gera í sundinu,“ rifjar Ingibjörg upp. „Ég fékk að fara á handahjól og lyfta sitjandi og svo fékk ég að fara ofan í sundlaugina með fótinn allan teipaðan en gat ekkert synt. Eftir að ég gat byrjað að synda var eins og ég væri ný manneskja,“ segir hún. „Við kepptum meðal annars á móti Kaliforníu sem er eitt besta liðið í Bandaríkjunum og þar keppti ég á móti Missy Franklin sem er margfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari. Ég keppti á móti henni í 50 jarda baksundi og vann hana sem var mjög skemmtileg reynsla,“ segir Ingibjörg en Missy Franklin, sem er kölluð eldflaugin (e. Missy the missile), er nífaldur heimsmeistari og fjórfaldur Ólympíumeistari. Hún er óumdeild sem besta baksundkona heims. „Ég hef tekið hausinn á mér algerlega í gegn og þjálfa hann alveg eins og ég þjálfa líkamann sem skiptir greinilega miklu máli. Að fá að keppa á NCAA þýðir það að ég fæ að keppa á móti bestu sundmönnum í heiminum, þetta er rosalega sterkt og gott mót og það mun gefa mér mikla reynslu sem ég get nýtt mér á heimsmeistaramótinu í sumar,“ segir Ingibjörg sem kann vel við sig í Arizona.Eins og að lifa í draumi „Að vera í skóla í Arizona er eins og að lifa í draumi. Ég get sameinað háskóla og sund sem væri mjög erfitt að gera á Íslandi. Aðstaðan hérna er til fyrirmyndar, ég er með fjóra sundþjálfara og einn þrekþjálfara. Útisundlaug og veðrið er alltaf gott. Í þessari viku er spáð 28 stiga hita og sól og hitinn fer hækkandi. Það er ekki annað en hægt að vera glöð þegar ég mæti á æfingu, það er sól úti, 40 aðrir sundmenn tilbúnir að synda hratt og allir að keppa hver við annan,“ segir Ingibjörg. Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Hafnfirðingurinn Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er á sínu öðru ári í Arizona State-háskólanum og finnur sig ekki bara vel í skólanum og hitanum í Arizona heldur er hún einnig farin að bæta sig mikið í lauginni. Um síðustu helgi synti hún sig inn á úrslitamót NCAA við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna en til þess þurfti hún að bæta sinn besta tíma um hálfa sekúndu. Ingibjörg Kristín tryggði sér sætið með því að synda 100 jarda baksund á 52,96 sekúndum á „dual“-móti en þar keppa tveir skólar sem keppa hvor á móti öðrum þar sem sundfólkið safnar stigum. „Á þessu dual-móti vorum við að keppa við hinn skólann hérna í Arizona og það er alltaf mikill rígur á milli okkar svo það var ákveðin pressa að standa sig vel,“ segir Ingibjörg. „Ég byrjaði á því að synda 50 jarda baksund og vann það og var aðeins 10/100 frá mínum allra besta tíma. Eftir 50 jarda baksundið talaði ég við þjálfarana mína og yfirþjálfarinn spurði mig hvort ég gæti byrjað svona hratt í 100 og ég sagði bara já ég skal gera það. Ég man lítið eftir sundinu sjálfu en ég man að eftir fyrsta 50 var ég orðin langt á undan svo ég vissi að ég var að fara hratt en ekki hversu hratt,“ segir Ingibjörg.Sá ekki tímann fyrir sólinni „Þegar ég snerti bakkann þá urðu þvílík fagnaðarlæti en tímataflan er fyrir aftan okkur og út af sólinni þá sá ég ekki tímann og þurfti að synda aðeins út í laugina til að sjá. Þegar ég sá tímann þá fékk ég smá sjokk, ég bjóst alls ekki við þessu og vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að haga mér. Þetta var bæting á mínum besta tíma um hálfa sekúndu og ég á eftir að hvíla fyrir stærsta mótið. Ég var einnig búin að tala við þjálfarana um hvað ég þyrfti að synda hratt til að komast inn á NCAA og við vorum sammála um að til að vera örugg þyrfti ég að fara undir 53.00 en í fyrra þurfti 53.20 til að komast inn. Ég fór á 52.96 svo ég ætti að vera örugg inn á mótið en fyrst mun ég keppa á Pac 12 sem er deildarmeistaramótið, svo tveimur vikum eftir það fer ég á NCAA,“ segir Ingibjörg sem er búin að gera betur en í fyrra. „Í fyrra náði ég ekki inn á NCAA, ég missti af því með 25/100, svo ég var ákveðin eftir það að ég myndi fara á næsta ári sem er að verða að veruleika. Það er stelpa hérna í liðinu sem náði heldur ekki inn á í fyrra með aðeins 21/100 svo við höfum verið að minna hvor aðra á hvað markmiðið okkar er dagsdaglega ásamt því að við lyftum saman sem er mjög góð hvatning af því við höfum sama markmið,“ segir Ingibjörg. Allar sundgreinarnar mælast í jördum en ekki metrum. „Það var erfitt að venjast jördunum, í fyrra þegar ég kom vissi ég ekki hvað tímarnir mínir þýddu. Ég æfði alltaf í 50 metra laug heima en 25 jardar eru um 22 metrar svo þetta er skrítið. Núna er þetta orðið miklu betra, ég er miklu meðvitaðri um allt, sem hjálpar mjög mikið,“ segir Ingibjörg.Á hækjum í tvær vikur Tímabilið byrjaði þó ekki vel hjá henni. „Í október rann ég á startblokkinni á æfingu og þurfti að vera á hækjum í tvær vikur og mátti ekki synda neitt. Ég var frá sundi í þrjár vikur en það fékk mig til að hugsa mikið um hvað ég elskaði sund mikið og hvað ég vildi gera í sundinu,“ rifjar Ingibjörg upp. „Ég fékk að fara á handahjól og lyfta sitjandi og svo fékk ég að fara ofan í sundlaugina með fótinn allan teipaðan en gat ekkert synt. Eftir að ég gat byrjað að synda var eins og ég væri ný manneskja,“ segir hún. „Við kepptum meðal annars á móti Kaliforníu sem er eitt besta liðið í Bandaríkjunum og þar keppti ég á móti Missy Franklin sem er margfaldur Ólympíumeistari og heimsmeistari. Ég keppti á móti henni í 50 jarda baksundi og vann hana sem var mjög skemmtileg reynsla,“ segir Ingibjörg en Missy Franklin, sem er kölluð eldflaugin (e. Missy the missile), er nífaldur heimsmeistari og fjórfaldur Ólympíumeistari. Hún er óumdeild sem besta baksundkona heims. „Ég hef tekið hausinn á mér algerlega í gegn og þjálfa hann alveg eins og ég þjálfa líkamann sem skiptir greinilega miklu máli. Að fá að keppa á NCAA þýðir það að ég fæ að keppa á móti bestu sundmönnum í heiminum, þetta er rosalega sterkt og gott mót og það mun gefa mér mikla reynslu sem ég get nýtt mér á heimsmeistaramótinu í sumar,“ segir Ingibjörg sem kann vel við sig í Arizona.Eins og að lifa í draumi „Að vera í skóla í Arizona er eins og að lifa í draumi. Ég get sameinað háskóla og sund sem væri mjög erfitt að gera á Íslandi. Aðstaðan hérna er til fyrirmyndar, ég er með fjóra sundþjálfara og einn þrekþjálfara. Útisundlaug og veðrið er alltaf gott. Í þessari viku er spáð 28 stiga hita og sól og hitinn fer hækkandi. Það er ekki annað en hægt að vera glöð þegar ég mæti á æfingu, það er sól úti, 40 aðrir sundmenn tilbúnir að synda hratt og allir að keppa hver við annan,“ segir Ingibjörg.
Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira