Vonarglætan í Úkraínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. febrúar 2015 15:00 Aðskilnaðarsinnar á skriðdreka í Luhansk-héraði í október síðastliðnum. Að nokkru leyti stendur Vladímír Pútín Rússlandsforseti uppi sem sigurvegari eftir friðarsamningana um Úkraínu, sem gerðir voru á nærri sextán klukkustunda löngum næturfundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi nú í vikunni. Að minnsta kosti ef framvinda mála verður nokkurn veginn í samræmi við það sem samþykkt var á fundinum. Hann virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum og sneri heim til Rússlands sem friðarhöfðingi hinn mesti. Þannig fá uppreisnarmenn í austurhluta landsins, sem Rússar hafa stutt leynt og ljóst, vilyrði um stjórnarskrárbreytingar sem eiga að tryggja austurhéruðunum Donetsk og Luhansk aukna sjálfstjórn, þótt ekki sé skilgreint nánar hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Þetta hefur frá upphafi verið ein helsta krafa Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir hönd uppreisnarmannanna. Enn á þó eftir að útfæra þessar stjórnarskrárbreytingar, en að minnsta kosti hefur stjórnin í Kænugarði fengist til þess að ræða þennan möguleika í fullri alvöru. Þá fær Pútín loforð um að eitt helsta áhyggjuefni hans í Úkraínudeilunni verði rætt, en það er samstarfssamningur Úkraínustjórnar við Evrópusambandið, sami samningur og upphaflega varð til þess að ólgan í Úkraínu hófst þegar Janúkovítsj, þáverandi forseti, ákvað skyndilega að fresta því að undirrita þennan samning.Það sem ætlast er til af Pútín Á móti hefur Pútín reyndar þurft að gefa eftir kröfur um að stjórnin í Kænugarði fari frá völdum. Hann hefur frá upphafi litið á hana sem ólöglega byltingarstjórn öfgamanna sem rússneskumælandi íbúum austurhluta Úkraínu stafi beinlínis hætta af. Verði stjórnarskrárbreytingarnar uppreisnarmönnunum þóknanlegar ætti það áhyggjuefni þó í sjálfu sér að vera úr sögunni. Pútín hefur auk þess lofað að beita áhrifum sínum og sjá til þess að uppreisnarmennirnir haldi vopnahléð. Hann þarf svo einnig að sjá til þess að rússneskir hermenn og aðrir Rússar, sem farið hafa yfir landamærin til að berjast með uppreisnarmönnum, haldi aftur til síns heima. Evrópusambandið hótar því svo að frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi verði að veruleika, takist ekki að koma þessu friðarsamkomulagi í framkvæmd. Á hinn bóginn hafa Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heitið því að hjálpa Úkraínubúum við uppbyggingu efnahagslífsins eftir þetta langvarandi stríð í austurhlutanum.Brotthættur friður Spurningin snýst svo um framhaldið, bæði hvort uppreisnarmenn sætta sig við að gefa eftir vopnavöld sín í austurhéruðunum og einnig hvort Úkraínustjórn sættir sig við að koma raunverulega til móts við uppreisnarmenn hvað varðar stjórnarskrárbreytingarnar. Verði viðleitni beggja aðila bara til málamynda, eins og til þessa, má búast við því að allt fari fljótlega úr böndunum eina ferðina enn. Og jafnvel þótt niðurstaðan verði ásættanleg fyrir báða, þá líður væntanlega langur tími þangað til menn jafna sig á tíu mánaða harðvítugri borgarastyrjöld sem hefur kostað meira en fimm þúsund manns lífið.Klofin þjóð Úkraína hefur í reynd verið klofin þjóð um langa hríð. Þótt úkraínska og rússneska séu náskyld tungumál, þá eiga rússneskumælandi íbúar austurhlutans stundum erfitt með að skilja úkraínskuna sem íbúar vesturhlutans tala. Og þótt skólakerfið hafi áratugum saman séð til þess að íbúar vesturhlutans kunni nánast allir rússnesku mjög vel, þá vilja þeir almennt ekki gefa úkraínskuna upp á bátinn. Þvert á móti þá vilja þeir snúa við þeirri áratugalöngu valdastöðu tungumálanna, sem á rætur að rekja til Sovétríkjanna og tryggði rússneskunni jafnan ótvíræða yfirburði sem mikilvægara tungumál en úkraínska. Þessa viðleitni vesturhlutans upplifa íbúar austurhlutans hins vegar sem yfirgang og vilja ekkert endilega þurfa að leggja á sig að læra úkraínsku, hvað þá meira. Rússum hefur því orðið tíðrætt um ofríki úkraínskra þjóðernissinna gagnvart rússneskumælandi íbúum austurhlutans. Því til stuðnings hafa Rússar óspart bent á að stjórnmálaflokkar með augljósar rætur í nýnasisma eigi nú aðild að stjórninni í Kænugarði. Sú stjórn hafi tekið völdin á síðasta ári eftir að hafa hrakið úr embætti lýðræðislega kjörinn forseta, sem fæddur er í austurhéruðunum. Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Að nokkru leyti stendur Vladímír Pútín Rússlandsforseti uppi sem sigurvegari eftir friðarsamningana um Úkraínu, sem gerðir voru á nærri sextán klukkustunda löngum næturfundi í Minsk í Hvíta-Rússlandi nú í vikunni. Að minnsta kosti ef framvinda mála verður nokkurn veginn í samræmi við það sem samþykkt var á fundinum. Hann virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum og sneri heim til Rússlands sem friðarhöfðingi hinn mesti. Þannig fá uppreisnarmenn í austurhluta landsins, sem Rússar hafa stutt leynt og ljóst, vilyrði um stjórnarskrárbreytingar sem eiga að tryggja austurhéruðunum Donetsk og Luhansk aukna sjálfstjórn, þótt ekki sé skilgreint nánar hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Þetta hefur frá upphafi verið ein helsta krafa Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fyrir hönd uppreisnarmannanna. Enn á þó eftir að útfæra þessar stjórnarskrárbreytingar, en að minnsta kosti hefur stjórnin í Kænugarði fengist til þess að ræða þennan möguleika í fullri alvöru. Þá fær Pútín loforð um að eitt helsta áhyggjuefni hans í Úkraínudeilunni verði rætt, en það er samstarfssamningur Úkraínustjórnar við Evrópusambandið, sami samningur og upphaflega varð til þess að ólgan í Úkraínu hófst þegar Janúkovítsj, þáverandi forseti, ákvað skyndilega að fresta því að undirrita þennan samning.Það sem ætlast er til af Pútín Á móti hefur Pútín reyndar þurft að gefa eftir kröfur um að stjórnin í Kænugarði fari frá völdum. Hann hefur frá upphafi litið á hana sem ólöglega byltingarstjórn öfgamanna sem rússneskumælandi íbúum austurhluta Úkraínu stafi beinlínis hætta af. Verði stjórnarskrárbreytingarnar uppreisnarmönnunum þóknanlegar ætti það áhyggjuefni þó í sjálfu sér að vera úr sögunni. Pútín hefur auk þess lofað að beita áhrifum sínum og sjá til þess að uppreisnarmennirnir haldi vopnahléð. Hann þarf svo einnig að sjá til þess að rússneskir hermenn og aðrir Rússar, sem farið hafa yfir landamærin til að berjast með uppreisnarmönnum, haldi aftur til síns heima. Evrópusambandið hótar því svo að frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi verði að veruleika, takist ekki að koma þessu friðarsamkomulagi í framkvæmd. Á hinn bóginn hafa Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heitið því að hjálpa Úkraínubúum við uppbyggingu efnahagslífsins eftir þetta langvarandi stríð í austurhlutanum.Brotthættur friður Spurningin snýst svo um framhaldið, bæði hvort uppreisnarmenn sætta sig við að gefa eftir vopnavöld sín í austurhéruðunum og einnig hvort Úkraínustjórn sættir sig við að koma raunverulega til móts við uppreisnarmenn hvað varðar stjórnarskrárbreytingarnar. Verði viðleitni beggja aðila bara til málamynda, eins og til þessa, má búast við því að allt fari fljótlega úr böndunum eina ferðina enn. Og jafnvel þótt niðurstaðan verði ásættanleg fyrir báða, þá líður væntanlega langur tími þangað til menn jafna sig á tíu mánaða harðvítugri borgarastyrjöld sem hefur kostað meira en fimm þúsund manns lífið.Klofin þjóð Úkraína hefur í reynd verið klofin þjóð um langa hríð. Þótt úkraínska og rússneska séu náskyld tungumál, þá eiga rússneskumælandi íbúar austurhlutans stundum erfitt með að skilja úkraínskuna sem íbúar vesturhlutans tala. Og þótt skólakerfið hafi áratugum saman séð til þess að íbúar vesturhlutans kunni nánast allir rússnesku mjög vel, þá vilja þeir almennt ekki gefa úkraínskuna upp á bátinn. Þvert á móti þá vilja þeir snúa við þeirri áratugalöngu valdastöðu tungumálanna, sem á rætur að rekja til Sovétríkjanna og tryggði rússneskunni jafnan ótvíræða yfirburði sem mikilvægara tungumál en úkraínska. Þessa viðleitni vesturhlutans upplifa íbúar austurhlutans hins vegar sem yfirgang og vilja ekkert endilega þurfa að leggja á sig að læra úkraínsku, hvað þá meira. Rússum hefur því orðið tíðrætt um ofríki úkraínskra þjóðernissinna gagnvart rússneskumælandi íbúum austurhlutans. Því til stuðnings hafa Rússar óspart bent á að stjórnmálaflokkar með augljósar rætur í nýnasisma eigi nú aðild að stjórninni í Kænugarði. Sú stjórn hafi tekið völdin á síðasta ári eftir að hafa hrakið úr embætti lýðræðislega kjörinn forseta, sem fæddur er í austurhéruðunum.
Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira