Gleymist raunhagkerfið enn? Skjóðan skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira