Aðeins þrír alíslenskir bikarmeistarar á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2015 06:00 Bryndís Guðmundsdóttir sneri til baka úr heimsreisu um áramótin og er að spila betur með hverjum leik. Fréttablaðið/Stefán Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Bandarískir atvinnumenn eru eins og áður í stórum hlutverkum í Dominos-deildunum í körfubolta. Ekki er mikilvægi þeirra minna í kvennaboltanum og nú stendur annað bikarúrslitaliðanna frammi fyrir því að þurfa treysta algjörlega á framlög íslenskra leikmanna sinna í úrslitaleik Powerade-bikarsins 2015. Carmen Tyson-Thomas, bandaríski leikmaðurinn í kvennaliði Keflavíkur, er rifbeinsbrotin og verður ekki með á móti Grindavík á laugardaginn. Keflavíkurliðið hefur þegar spilað tvo leiki án Tyson-Thomas og tapaði án hennar á móti Grindavík í leik þar sem liðið var einnig án fyrirliða síns (Birna Valgarðsdóttir) og leikstjórnanda (Ingunn Embla Kristínardóttir). Báðar eru þær Birna og Ingunn Embla öflugir leikmenn sem styrkja liðið mikið en það er meira en að segja það að fylla í skarð atvinnumannsins. Carmen Tyson-Thomas er með 26,2 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í leik og er annar framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Keflavíkurkonur geta orðið aðeins fjórða liðið á þessari öld (frá 2000) sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn án hjálpar erlends leikmanns en allir þessir þrír Kanalausu bikarmeistarar hafa verið kvennalið. Kanalaust karlalið hefur ekki orðið bikarmeistari í heil 26 ár eða síðan Njarðvík vann á alíslensku liði árið 1989. Síðustu alíslensku bikarmeistararnir voru KR-konur fyrir sex árum (2009) en KR vann þá sextán stiga sigur á Kanalausu Keflavíkurliði. Í hin tvö skiptin voru það Keflavíkurkonur sem tókst að vinna bikarinn án bandarísks leikmanns, fyrst 2000 þegar hvorugt liðið var með Kana í bikarúrslitaleiknum og svo aftur árið 2004 þegar þær unnu KR-lið sem fékk þá 30 stig frá Kananum.Carmen Tyson-Thomas í leik með Keflavík. Hún er meidd í dag.Bikarúrslitaleikurinn árið 2004 er þar með í eina skiptið á öldinni þar sem lið með Kana hefur tapað fyrir Kanalausu liði í úrslitaleiknum. Keflavík vann úrslitaleikinn á móti KR með þremur stigum, 72-69, en stigatafla íslensku leikmannanna endaði 72-39. Tveir leikmenn Keflavíkur í dag, Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, tóku þátt í þessun leik fyrir ellefu árum en Bryndís var þó bara fimmtán ára og spilaði bara í átta mínútur. Birna og Bryndís fá núna það verkefni að leiða mjög ungt lið Keflavíkur inn í stærsta leik tímabilsins og án síns besta leikmanns. Einhverjar úr Keflavík gætu reyndar mætt í Höllina sem nýkrýndir bikarmeistarar með stúlknaflokki félagsins sem spilar til úrslita kvöldið áður og aðrar geta orðið bikarmeistarar með unglingaflokki daginn eftir. Keflavík möguleika á því að vinna bikarinn í öllum flokkum í Höllinni um helgina, allt frá 9. flokki kvenna upp í meistaraflokk kvenna. Grindavíkurkonur ættu að eiga mun meiri möguleika á því að vinna bikarinn nú þegar þær þurfa ekki að hafa fyrir því að stoppa Carmen Tyson-Thomas. Pressan er hins vegar meiri á Grindavíkurliðinu nú þegar þær hafa þetta augljósa forskot á grannana úr Keflavík.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira