Hafa börn áhrif á eigin líf? Þóra Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun