Búningar Bjarkar sýndir á MoMA Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:45 Björk Guðmundsdóttir í búningnum, en myndin var á plötuumslagi Volta. Mynd/ Inez Van Lamsweerde og Vinoodh Matadin. Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. „Við gerðum þennan búning fyrir hana árið 2007 en hún er í honum inni í umslaginu á Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir ein af myndlistarkonunum í Gjörningaklúbbnum, en með henni eru þær Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkonur. Mikil vinna fór í að gera búninginn fyrir Björk. „Það tók okkur þrjár nokkra mánuði að gera hann, en þetta er stór og þungur heklaður keipur. Búningurinn var aðallega gerður fyrir plötuumslagið, en hún notaði hann nokkrum sinnum í upphafi tónleika á Volta-tónleikaferðalaginu og fór svo fljótt úr honum því hann er mjög þungur og heitur,“ segir Jóní. Innblásturinn segir hún hafa komið frá plötunni sjálfri. „Volta er mjög rytmísk og takturinn er oft þungur. Þessi þungi og massi skilar sér í búningnum, sem er meðal annars innblásinn af Afríku og mjög litríkur,“ segir hún. Samstarfið milli þeirra og Bjarkar kom til eftir að Björk sá sýninguna „Cardiac Circus“ sem þær gerðu 2004 í gallerí i8. „Þar var meðal annars verk sem samanstóð af heklaðri grímu, nælonsokkabuxnabrjósti og hekluðum stígvélum, sem var eins og fuglshamur fyrir manneskju,“ segir Jóní. Búningurinn fyrir Volta var mikil samvinna. „Björk kom með sínar hugmyndir og athugasemdir út frá tilfinningu plötunnar, hún vissi alveg hvað hún vildi, við tókum það svo áfram og unnum út frá okkar hugmyndum og verkfræði. Það var alveg ótrúlega gaman og mikill heiður að vinna með henni,“ segir Jóní. Fyrir MoMA-sýninguna hefur Gjörningaklúbburinn unnið ný verk sem meðal annars tengjast Volta-búningnum og Volta-tónleikaferðinni. Þau verk eru gerð eingöngu fyrir MoMA og Bjarkarsýninguna. MoMA keypti þessi verk sem er frábært og skemmtilegt fyrir okkur. Vonandi leiðir þetta allt eitthvað meira og skemmtilegt af sér,“ segir Jóní. Björk Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á yfirlitssýningu Bjarkar Guðmundsdóttur á MoMA-safninu í New York verður meðal annars að finna búning sem Gjörningaklúbburinn gerði fyrir plötuna hennar Volta. „Við gerðum þennan búning fyrir hana árið 2007 en hún er í honum inni í umslaginu á Volta,“ segir Jóní Jónsdóttir ein af myndlistarkonunum í Gjörningaklúbbnum, en með henni eru þær Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarkonur. Mikil vinna fór í að gera búninginn fyrir Björk. „Það tók okkur þrjár nokkra mánuði að gera hann, en þetta er stór og þungur heklaður keipur. Búningurinn var aðallega gerður fyrir plötuumslagið, en hún notaði hann nokkrum sinnum í upphafi tónleika á Volta-tónleikaferðalaginu og fór svo fljótt úr honum því hann er mjög þungur og heitur,“ segir Jóní. Innblásturinn segir hún hafa komið frá plötunni sjálfri. „Volta er mjög rytmísk og takturinn er oft þungur. Þessi þungi og massi skilar sér í búningnum, sem er meðal annars innblásinn af Afríku og mjög litríkur,“ segir hún. Samstarfið milli þeirra og Bjarkar kom til eftir að Björk sá sýninguna „Cardiac Circus“ sem þær gerðu 2004 í gallerí i8. „Þar var meðal annars verk sem samanstóð af heklaðri grímu, nælonsokkabuxnabrjósti og hekluðum stígvélum, sem var eins og fuglshamur fyrir manneskju,“ segir Jóní. Búningurinn fyrir Volta var mikil samvinna. „Björk kom með sínar hugmyndir og athugasemdir út frá tilfinningu plötunnar, hún vissi alveg hvað hún vildi, við tókum það svo áfram og unnum út frá okkar hugmyndum og verkfræði. Það var alveg ótrúlega gaman og mikill heiður að vinna með henni,“ segir Jóní. Fyrir MoMA-sýninguna hefur Gjörningaklúbburinn unnið ný verk sem meðal annars tengjast Volta-búningnum og Volta-tónleikaferðinni. Þau verk eru gerð eingöngu fyrir MoMA og Bjarkarsýninguna. MoMA keypti þessi verk sem er frábært og skemmtilegt fyrir okkur. Vonandi leiðir þetta allt eitthvað meira og skemmtilegt af sér,“ segir Jóní.
Björk Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira