Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Stjarnan vann sigurstranglegra lið KR í bikarúrslitum alveg eins og gerðist í úrslitunum 2009. vísir/Þórdís „It´s all just a little bit of history repeating,“ söng Shirley Bassey í lagi Propellerheads árið 1997, fullkomlega ómeðvituð um að það yrði þemalag bikarúrslitaleiks karla í körfubolta á Íslandi 18 árum síðar. Á laugardaginn skellti Stjarnan besta liðinu á Íslandi í dag, KR, í mögnuðum bikarúrslitaleik, 85-83. Garðbæingar endurtóku leikinn frá því 2009 þegar þeir lögðu draumalið KR með Jón Arnór Stefánsson innanborðs, 78-76.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Sagan endurtók sig svo sannarlega í Höllinni og enn eina ferðina fóru leikmenn KR heim með silfurverðlaun um hálsinn. KR hefur aðeins unnið einn bikarmeistaratitil síðan 1992 í sex tilraunum. Eini þjálfarinn sem gat gert KR að Íslandsmeisturum á síðustu 23 árum, Hrafn Kristjánsson, var einmitt á hinum varamannabekknum að innbyrða þriðja bikarmeistaratitil Stjörnumanna.Sjúkraþjálfari KR biður um skiptingu fyrir Pavel sem átti eftir að skipta sköpum.vísir/þórdísAlvöru endurkoma Fyrir fimm árum voru það Stjörnumenn sem höfðu forystuna nær allan leikinn. Þegar tólf mínútur voru eftir þá hafði Stjarnan ellefu stiga forystu, en á laugardaginn voru Garðbæingar í eltingarleik, átta stigum undir, 68-60, þegar tólf mínútur voru eftir. Stjarnan var enn undir, 79-73, þegar rétt tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þá meiddist Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og allt snerist á haus fyrir Vesturbæinga. Þeir komust í 83-79 en eftir það skoraði Stjarnan sex síðustu stigin og tryggði sér sigurinn.Sjá einnig:Stjarnan bikarmeistari 2015 í karlaflokki | Myndaveisla Sóknarleikur KR án Pavels var mjög stirður. KR-ingar létu hirða af sér boltann fimm sinnum á síðustu mínútum og Stjarnan fékk auðveld stig. Eftir að hafa ekki verið yfir síðan á 14. mínútu tók Stjarnan forystuna, 85-83, með tveimur vítaskotum Jeremy Atkinson. En eftir allt puðið án Pavels fékk KR síðasta skotið, reyndar síðustu tvö skotin. Helgi Már Magnússon skaut tveimur galopnum þristum fyrir sigrinum þegar leiktíminn var að renna út. KR-ingar hefðu líklega ekki viljað að neinn annar myndi skjóta, nema kannski Brynjar Þór. Helgi var búinn að hitta úr tveimur þriggja stiga skotum af sex fyrir síðustu tvær tilraunirnar. Öll tölfræðin sagði að hann myndi hitta úr öðru hvoru. En síðasta skotið rúllaði ofan í og upp úr aftur. Spjaldið varð rautt, leiktíminn rann út og frábærir stuðningsmenn Stjörnunnar trylltust af gleði.Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn, eða sá besti.vísir/þórdísJustin bestur í Höllinni Justin Shouse, Bandaríski Íslendingurinn frá Erie í Pennsylvaníu, var magnaður í liði Stjörnunnar og var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn að leiknum loknum. Justin stimplaði sig inn í leiknum sem „Herra Bikar“, en hann hefur nú unnið bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum í fjórum tilraunum og alltaf átt stórleik. Gegn KR að þessu sinni spilaði hann eins og sannur herforingi undir lokin. Hann stýrði sóknarleiknum eins og hann gerir svo vel, hélt sínum mönnum rólegum og stal tveimur boltum; þar á meðal stal hann boltanum af Michael Craion í næst síðustu sókn KR-inga. Justin vann bikarinn fyrst með Snæfelli 2008 og skoraði þá 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann hefur svo unnið þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni, þar af tvo í leikjum gegn mun sigurstranglegri liðum KR. Í heildina hefur þessi magnaði leikmaður skorað 20,5 stig, gefið 9,5 stoðsendingar og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í bikarúrslitaleikjunum fjórum sem hann hefur unnið.Jeremy Atkinson átti stórleik, en hér sækir hann að körfu KR-inga.vísir/þórdísMisstum tökin „Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel út af, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn,“ bætti þjálfarinn við og Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir orðin með Pavel. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökin þegar Pavel fer út af meiddur á ögurstundu,“ sagði hann. „Stjarnan komst á lagið. Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum „Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. 21. febrúar 2015 18:46 Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu "Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:41 Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára "Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:38 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„It´s all just a little bit of history repeating,“ söng Shirley Bassey í lagi Propellerheads árið 1997, fullkomlega ómeðvituð um að það yrði þemalag bikarúrslitaleiks karla í körfubolta á Íslandi 18 árum síðar. Á laugardaginn skellti Stjarnan besta liðinu á Íslandi í dag, KR, í mögnuðum bikarúrslitaleik, 85-83. Garðbæingar endurtóku leikinn frá því 2009 þegar þeir lögðu draumalið KR með Jón Arnór Stefánsson innanborðs, 78-76.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Sagan endurtók sig svo sannarlega í Höllinni og enn eina ferðina fóru leikmenn KR heim með silfurverðlaun um hálsinn. KR hefur aðeins unnið einn bikarmeistaratitil síðan 1992 í sex tilraunum. Eini þjálfarinn sem gat gert KR að Íslandsmeisturum á síðustu 23 árum, Hrafn Kristjánsson, var einmitt á hinum varamannabekknum að innbyrða þriðja bikarmeistaratitil Stjörnumanna.Sjúkraþjálfari KR biður um skiptingu fyrir Pavel sem átti eftir að skipta sköpum.vísir/þórdísAlvöru endurkoma Fyrir fimm árum voru það Stjörnumenn sem höfðu forystuna nær allan leikinn. Þegar tólf mínútur voru eftir þá hafði Stjarnan ellefu stiga forystu, en á laugardaginn voru Garðbæingar í eltingarleik, átta stigum undir, 68-60, þegar tólf mínútur voru eftir. Stjarnan var enn undir, 79-73, þegar rétt tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þá meiddist Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og allt snerist á haus fyrir Vesturbæinga. Þeir komust í 83-79 en eftir það skoraði Stjarnan sex síðustu stigin og tryggði sér sigurinn.Sjá einnig:Stjarnan bikarmeistari 2015 í karlaflokki | Myndaveisla Sóknarleikur KR án Pavels var mjög stirður. KR-ingar létu hirða af sér boltann fimm sinnum á síðustu mínútum og Stjarnan fékk auðveld stig. Eftir að hafa ekki verið yfir síðan á 14. mínútu tók Stjarnan forystuna, 85-83, með tveimur vítaskotum Jeremy Atkinson. En eftir allt puðið án Pavels fékk KR síðasta skotið, reyndar síðustu tvö skotin. Helgi Már Magnússon skaut tveimur galopnum þristum fyrir sigrinum þegar leiktíminn var að renna út. KR-ingar hefðu líklega ekki viljað að neinn annar myndi skjóta, nema kannski Brynjar Þór. Helgi var búinn að hitta úr tveimur þriggja stiga skotum af sex fyrir síðustu tvær tilraunirnar. Öll tölfræðin sagði að hann myndi hitta úr öðru hvoru. En síðasta skotið rúllaði ofan í og upp úr aftur. Spjaldið varð rautt, leiktíminn rann út og frábærir stuðningsmenn Stjörnunnar trylltust af gleði.Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn, eða sá besti.vísir/þórdísJustin bestur í Höllinni Justin Shouse, Bandaríski Íslendingurinn frá Erie í Pennsylvaníu, var magnaður í liði Stjörnunnar og var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn að leiknum loknum. Justin stimplaði sig inn í leiknum sem „Herra Bikar“, en hann hefur nú unnið bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum í fjórum tilraunum og alltaf átt stórleik. Gegn KR að þessu sinni spilaði hann eins og sannur herforingi undir lokin. Hann stýrði sóknarleiknum eins og hann gerir svo vel, hélt sínum mönnum rólegum og stal tveimur boltum; þar á meðal stal hann boltanum af Michael Craion í næst síðustu sókn KR-inga. Justin vann bikarinn fyrst með Snæfelli 2008 og skoraði þá 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann hefur svo unnið þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni, þar af tvo í leikjum gegn mun sigurstranglegri liðum KR. Í heildina hefur þessi magnaði leikmaður skorað 20,5 stig, gefið 9,5 stoðsendingar og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í bikarúrslitaleikjunum fjórum sem hann hefur unnið.Jeremy Atkinson átti stórleik, en hér sækir hann að körfu KR-inga.vísir/þórdísMisstum tökin „Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel út af, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn,“ bætti þjálfarinn við og Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir orðin með Pavel. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökin þegar Pavel fer út af meiddur á ögurstundu,“ sagði hann. „Stjarnan komst á lagið. Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum „Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. 21. febrúar 2015 18:46 Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu "Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:41 Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára "Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:38 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum „Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. 21. febrúar 2015 18:46
Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu "Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:41
Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára "Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:38