Rúður sprungu í flestum bifreiðum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 07:00 Ótal bílrúður brotnuðu vegna grjóthríðar. Fréttablaðið/Jónína G. Aradóttir „Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta er með því versta sem við höfum lent í. Þarna var mikill skafrenningur og mikil grjóthríð,“ segir Orri Örvarsson í björgunarsveitinni Víkverja á Vík. „Við björguðum um 19 manns og þurftum að skilja eftir átta bíla á milli Péturseyjar og Skóga. Fólk var mjög skelkað, sérstaklega það sem var í bílunum þar sem rúðurnar brotnuðu, þarna var mjög kalt og vindkæling mikil,“ segir hann. Orri og félagar hans í björgunarsveitinni urðu fyrir tjóni á eigin bifreiðum við björgunarstörf. „Við mættum á okkar eigin bílum á vettvang og lögðum þeim við skála. Í mínum bíl brotnuðu allar hliðarrúður og þarna brotnuðu alls níu rúður hjá okkur í veðrinu. Bílarnir eru allir í kaskó og tryggðir hjá Sjóvá en tryggingafélagið vill ekki gera neitt í þessu vegna þess að það er ekki tryggt ef þetta er laus jarðvegur sem fýkur á bílana,“ segir Orri. Ofsaveður var á svæðinu á sunnudag og björgunarsveitir þurftu að bjarga fullt af fólki úr bílum sem sátu fastir. Flestir voru erlendir ferðamenn og margir þeirra voru fluttir á Hótel Skaftafell þar sem starfsfólkið tók á móti þeim. Sextíu manns gistu á hótelinu um nóttina en enginn þeirra hafði átt bókaða gistingu.„Veðrin eru ekkert verri en þau hafa verið, hins vegar eru bara miklu fleiri að fara út í þessi veður,“ segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli. Jónína segir ferðalangana sem komu á hótelið um nóttina marga hverja hafa verið í miklu áfalli vegna veðursins, en rúður sprungu í flestum bílunum. Um klukkan 18 mældist vindurinn 62 metrar á sekúndu en þá fauk vindmælir í Sandfelli í Öræfum og því eru ekki til tölur um styrk vindsins eftir það. „Sumir hefðu þurft á áfallahjálp að halda en við erum ekki í aðstöðu til að veita hana en við reyndum að hjálpa. Sumir voru grátandi og maður reyndi að hugga þá, gefa þeim kaffi og hlúa að þeim.“ Jónína segir nauðsynlegt að með auknum fjölda ferðamanna þurfi að upplýsa þá betur um veður. „Við þurfum að gera betur. Auðvitað var þarna fólk sem var upplýst en ákvað samt að fara af stað, en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því út í hvað þeir eru að fara. Það þyrfti að upplýsa fólk um þetta strax í flugvélinni. Eins þyrftu að vera veðursíður á ensku þannig að fólk gæti bara leitað sér upplýsinga þar,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira