Spá 1,6 milljónum gesta á Þingvöllum eftir tíu ár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Ferðamenn á Hakinu laust fyrir hádegi síðastliðinn mánudag. Mynd/Berglind Sigmundsdóttir „Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
„Ekki veitir af, uppbygging á Hakinu er mjög brýn,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, um fyrirhugaða stækkun gestastofu á Hakinu ofan Almannagjár.Á þessum teikningum sjást í appelsínugulu, hugmyndir að stækkun gestastofu á Hakinu.Mynd/Landslag FÍlAÍ vinnuskjölum Þingvallanefndar kemur fram að um 570 þúsund ferðamenn hafi heimsótt Þingvelli í fyrra. Ferðamálastofa reikni með að eftir tíu ár verði gestirnir á bilinu 970 þúsund til 1,6 milljónir. Hærri talan er miðuð við tíu prósent fjölgun ferðamanna á ári en sú lægri við fimm prósent. Aukningin hefur verið um tuttugu prósent á ári síðastliðin þrjú ár. „Nauðsynlegt er að Þingvellir séu búnir undir þá gífurlegu og stöðugu fjölgun ferðamanna sem fyrirsjáanleg er,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. Vonast sé til að framkvæmdir við stækkun gestastofunnar hefjist í byrjun vetrar á þessu ári og að lokið verði við viðbygginguna að mestu á árinu 2016.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Fréttablaðið/GVA„Byggt verður á byggingarreit sem þegar er samþykktur norðvestan við núverandi gestastofu en ætlunin er að fá þann reit stækkaðan til þess að koma upp þeim þjónustuþáttum sem nauðsynlegir eru,“ segir hann. Sigrún Magnúsdóttir segir að þess utan sé vonast til að fljótlega verði hægt að bjóða út byggingu veitingahúss á Hakinu – sunnar á gjárbarminum en gestastofan stendur. „Þar er hugsunin að koma einnig á nýrri gönguleið frá húsi og niður í Hestagjá og gönguleið að Valhallarreit. Þá eru komnir tveir möguleikar á frábærum leiðum um gjár á leið til Valhallarreitsins,“ segir Sigrún sem undirstrikar að þetta sé háð því að gert verði nýtt deiliskipulag.Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/GVAÞá er í deiglunni „aðstaða fyrir þing og þjóð“ á Völlunum neðan við Almannagjá. Frá því Hótel Valhöll brann til grunna í júlí 2009 hefur ekki verið hægt að kaupa gistingu á Þingvöllum. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði að auk fyrrgreindra bygginga stæði til að reisa hótel á Þingvöllum. Það er ekki rétt. „Engin áform eru um hótelbyggingu á Þingvöllum,“ segir þjóðgarðsvörður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira