Mál staflast upp á borði yfirvalda svavar hávarðsson skrifar 2. mars 2015 09:00 Hlutafélagið Íslandspóstur hf. varð til þegar Pósti og síma var skipt upp í upphafi ársins 1998. Fyrirtækið er einn stærsti vinnuveitandi landsins með um 1.000 starfsmenn. fréttablaðið/arnþór Árum saman hefur einokunarstaða ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. verið gagnrýnd. Fullyrt er að fjárhagslegum aðskilnaði milli einkaréttarrekstrar og samkeppnisrekstrar sé ekki fylgt eins og lög segja fyrir um. Eins að helstu þjónustuflokkar Íslandspósts í samkeppnisrekstri séu reknir með miklu tapi þrátt fyrir að fyrirtækið hafi flutt kostnað af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttinn. Upp úr þessum jarðvegi hafa sprottið mörg kærumál þar sem Samkeppniseftirlitið hefur í raun ekki undan – ný og ný mál tefja lyktir og er svo komið að sáttameðferð er hafin að frumkvæði stofnunarinnar til að greiða úr flækjunni.Upphafið 2008 Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum árum haft ýmis afskipti af Íslandspósti vegna samkeppnismála. Stofnunin hóf frumkvæðisrannsókn á Íslandspósti árið 2008. Þá snerist málið um hvort lög um fjárhagslegan aðskilnað opinberra fyrirtækja vegna einkaleyfis- og samkeppnisrekstrar hafi verið brotin, og hvort markaðsmisnotkun væri staðreynd. Í öðru aðskildu máli gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Íslandspósti í byrjun árs 2010 og tók skömmu síðar bráðabirgðaákvörðun þar sem mælt var fyrir um að Íslandspósti væri skylt að semja við fyrirtækið Póstmarkaðinn um móttöku og dreifingu pósts. Húsleitin grundvallaðist ekki á sama máli og frumkvæðisrannsókn Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2008 en síðan hefur málunum fjölgað og eru um tíu talsins á borði eftirlitsins þegar þetta er skrifað. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að málin tengist öll. „Þetta er eins og keðja, því þegar það bætist við nýtt erindi þá kemur nýr vinkill sem skýrir tafirnar að hluta. Þá þarf að stíga til baka með langt komin mál og hefja skoðun þess að hluta upp á nýtt. Þetta er líka óvenjulegt því það er einn risi á markaðnum sem hefur þessa sérstöku stöðu og allar kvartanir beinast að honum,“ segir Páll.Ólafur StephensenNýtt og gamalt Staða Íslandspósts á markaði hefur lengi verið til umfjöllunar á ýmsum vettvangi – í fjölmiðlum sem og á vettvangi viðkomandi ráðuneyta og hagsmunasamtaka. Nú síðast skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, harðorða grein í Fréttablaðið á miðvikudag, undir fyrirsögninni „Ríkið keppir við einkaframtakið“. Þar sagði hann í hnotskurn að Íslandspóstur notaði tekjur af einkaréttarhluta fyrirtækisins til að niðurgreiða margvíslega samkeppni við einkafyrirtæki á mörkuðum. Það sem hér er vísað til væri brot á tveimur aðskildum greinum samkeppnislaga – grein sem fjallar um bann við misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu og annarri um fjárhagslegan aðskilnað. Þar vísar Ólafur til sömu lagagreina og upphafleg rannsókn Samkeppniseftirlitsins náði til – nú átta árum seinna.Að etja kappi – eða ekki Spurður um málefni Íslandspósts segir Ólafur það erfitt að etja kappi við ríkisfyrirtæki sem starfar í skjóli lögbundinnar einokunar á tilteknum markaði. „Sýnu erfiðari verður staðan þegar slíkt ríkisfyrirtæki fer, ofan á allt annað, ekki að samkeppnislögum. Við slíkar aðstæður er málshraði Samkeppniseftirlitsins hinn eiginlegi prófsteinn á réttlæti mála. Niðurstöður um brot á samkeppnislögum og úrskurðir um úrbætur eru ágætir. Þeir skipta hins vegar litlu fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem tapað hafa öllu sínu í óréttmætri samkeppni þar sem hinn stóri fulltrúi ríkisins fær að troða niður hina fáu og djörfu sem þora að mæla fyrir frjálsri verslun og heilbrigðum viðskiptaháttum. Það er því mikilvægt að leyst sé úr því hratt og örugglega,“ segir Ólafur.Reynir ÁrnasonÁralöng barátta Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins ehf., segir að fyrirtækið hafi við stofnun árið 2008 verið hugsað til að stuðla að aukinni samkeppni í póstþjónustu. Frá upphafi hafi fyrirtækinu hins vegar verið haldið utan markaðar með samkeppnisbrotum vel á annað ár af ríkisfyrirtækinu Íslandspósti ohf. „Það var ekki fyrr en eftir að Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Íslandspósti árið 2010 og tók bráðabirgðaákvörðun í máli Póstmarkaðarins, sem snerist um sölusynjun ríkisfyrirtækisins, að fyrirtækið gat loks hafið starfsemi. Eftir að Póstmarkaðurinn ehf. hóf að endingu starfsemi komst hreyfing á markaðinn þar sem áður var fullkomin stöðnun. Það liðu hins vegar ekki nema dagar þar til Íslandspóstur lagði fram tillögu að breytingum á viðskiptaskilmálum sem höfðu verið í gildi um langt skeið og aftur þurfti til inngrip Samkeppniseftirlitsins. Íslandspóstur lét hins vegar ekki þar við sitja og hefur síðan þá gert grundvallarbreytingar á gjaldskrá og skilmálum innan einkaréttarins sem hafa skaðað samkeppnisumhverfið í póstþjónustu umtalsvert,“ segir Reynir sem hefur um árabil staðið í stríði við Íslandspóst. Hann segir að þrátt fyrir fjölda kvartana sem borist hafi Samkeppniseftirlitinu hafi Íslandspóstur aðeins brugðist við því með því að stjórnendur ríkisfyrirtækisins hafi orðið „forhertari í háttsemi sinni með hverju árinu sem líður“.Þora ekki að stíga skrefið Reynir segir að hinn langi málsmeðferðartími Samkeppniseftirlitsins geri það að verkum að nýir eða smærri aðilar veigri sér við að halda inn á nýja markaði þar sem mótspyrnu af þessum toga er að vænta. „Það er flestum slíkum aðilum ofviða að standa í stjórnsýslumáli, með tilheyrandi kostnaði, svo misserum skiptir. Það ætti að vera forgangsmál að finna leiðir til að auka skilvirkni Samkeppniseftirlitsins og leggja áherslu á að bregðast hratt við aðstæðum á markaði sem augljóslega eru samkeppnishindrandi. Núverandi framkvæmd, þar sem mál eru mörg ár í rannsókn, er ekki það sem samkeppnisumhverfið þarf á að halda. Í raun má segja að þessi framkvæmd geti virkað samkeppnishindrandi enda er það iðulega svo að á meðan á þessari löngu málsmeðferð stendur er ekki ráðin bót á aðstæðum á markaði og neytendur sitja uppi með tjónið,“ segir Reynir sem telur ljóst að Íslandspóstur sé kominn langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og fyrirtækið hafi á undanförnum árum sótt inn á hina ýmsu samkeppnismarkaði með fjárfestingum sem telja í milljörðum. Þótt Íslandspósti sé í grunninn heimilt að útvíkka starfsemi sína þá sé ljóst að það verði ekki gert án þess að gæta að margvíslegum reglum sem fyrirtæki af þessum toga séu bundin af.Eðlilegt? „Það má reyndar velta því upp hvort það sé eðlilegt að ríkið sé yfir höfuð að sækja inn á samkeppnismarkaði og ráðast í umtalsverðar fjárfestingar sem tengjast því. Ef slík markaðssókn ríkisins er talin eðlileg þá verður eftir sem áður að setja spurningarmerki við að slík starfsemi fari fram innan fyrirtækis sem hefur því hlutverki að gegna að sinna lögbundinni grunnþjónustu fyrir landsmenn, sem er varin með einkaleyfi. Væri ekki eðlilegra að sókn ríkisins á samkeppnismarkaði færi þá að minnsta kosti fram innan sjálfstæðs félags en rekstrinum ekki blandað saman við rekstur lögbundinnar grunnþjónustu?“ spyr Reynir sem telur allt benda til þess að ríkið sé að niðurgreiða stórlega sókn fyrirtækisins á samkeppnismörkuðum. Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Árum saman hefur einokunarstaða ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. verið gagnrýnd. Fullyrt er að fjárhagslegum aðskilnaði milli einkaréttarrekstrar og samkeppnisrekstrar sé ekki fylgt eins og lög segja fyrir um. Eins að helstu þjónustuflokkar Íslandspósts í samkeppnisrekstri séu reknir með miklu tapi þrátt fyrir að fyrirtækið hafi flutt kostnað af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttinn. Upp úr þessum jarðvegi hafa sprottið mörg kærumál þar sem Samkeppniseftirlitið hefur í raun ekki undan – ný og ný mál tefja lyktir og er svo komið að sáttameðferð er hafin að frumkvæði stofnunarinnar til að greiða úr flækjunni.Upphafið 2008 Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum árum haft ýmis afskipti af Íslandspósti vegna samkeppnismála. Stofnunin hóf frumkvæðisrannsókn á Íslandspósti árið 2008. Þá snerist málið um hvort lög um fjárhagslegan aðskilnað opinberra fyrirtækja vegna einkaleyfis- og samkeppnisrekstrar hafi verið brotin, og hvort markaðsmisnotkun væri staðreynd. Í öðru aðskildu máli gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Íslandspósti í byrjun árs 2010 og tók skömmu síðar bráðabirgðaákvörðun þar sem mælt var fyrir um að Íslandspósti væri skylt að semja við fyrirtækið Póstmarkaðinn um móttöku og dreifingu pósts. Húsleitin grundvallaðist ekki á sama máli og frumkvæðisrannsókn Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2008 en síðan hefur málunum fjölgað og eru um tíu talsins á borði eftirlitsins þegar þetta er skrifað. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að málin tengist öll. „Þetta er eins og keðja, því þegar það bætist við nýtt erindi þá kemur nýr vinkill sem skýrir tafirnar að hluta. Þá þarf að stíga til baka með langt komin mál og hefja skoðun þess að hluta upp á nýtt. Þetta er líka óvenjulegt því það er einn risi á markaðnum sem hefur þessa sérstöku stöðu og allar kvartanir beinast að honum,“ segir Páll.Ólafur StephensenNýtt og gamalt Staða Íslandspósts á markaði hefur lengi verið til umfjöllunar á ýmsum vettvangi – í fjölmiðlum sem og á vettvangi viðkomandi ráðuneyta og hagsmunasamtaka. Nú síðast skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, harðorða grein í Fréttablaðið á miðvikudag, undir fyrirsögninni „Ríkið keppir við einkaframtakið“. Þar sagði hann í hnotskurn að Íslandspóstur notaði tekjur af einkaréttarhluta fyrirtækisins til að niðurgreiða margvíslega samkeppni við einkafyrirtæki á mörkuðum. Það sem hér er vísað til væri brot á tveimur aðskildum greinum samkeppnislaga – grein sem fjallar um bann við misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu og annarri um fjárhagslegan aðskilnað. Þar vísar Ólafur til sömu lagagreina og upphafleg rannsókn Samkeppniseftirlitsins náði til – nú átta árum seinna.Að etja kappi – eða ekki Spurður um málefni Íslandspósts segir Ólafur það erfitt að etja kappi við ríkisfyrirtæki sem starfar í skjóli lögbundinnar einokunar á tilteknum markaði. „Sýnu erfiðari verður staðan þegar slíkt ríkisfyrirtæki fer, ofan á allt annað, ekki að samkeppnislögum. Við slíkar aðstæður er málshraði Samkeppniseftirlitsins hinn eiginlegi prófsteinn á réttlæti mála. Niðurstöður um brot á samkeppnislögum og úrskurðir um úrbætur eru ágætir. Þeir skipta hins vegar litlu fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem tapað hafa öllu sínu í óréttmætri samkeppni þar sem hinn stóri fulltrúi ríkisins fær að troða niður hina fáu og djörfu sem þora að mæla fyrir frjálsri verslun og heilbrigðum viðskiptaháttum. Það er því mikilvægt að leyst sé úr því hratt og örugglega,“ segir Ólafur.Reynir ÁrnasonÁralöng barátta Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins ehf., segir að fyrirtækið hafi við stofnun árið 2008 verið hugsað til að stuðla að aukinni samkeppni í póstþjónustu. Frá upphafi hafi fyrirtækinu hins vegar verið haldið utan markaðar með samkeppnisbrotum vel á annað ár af ríkisfyrirtækinu Íslandspósti ohf. „Það var ekki fyrr en eftir að Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Íslandspósti árið 2010 og tók bráðabirgðaákvörðun í máli Póstmarkaðarins, sem snerist um sölusynjun ríkisfyrirtækisins, að fyrirtækið gat loks hafið starfsemi. Eftir að Póstmarkaðurinn ehf. hóf að endingu starfsemi komst hreyfing á markaðinn þar sem áður var fullkomin stöðnun. Það liðu hins vegar ekki nema dagar þar til Íslandspóstur lagði fram tillögu að breytingum á viðskiptaskilmálum sem höfðu verið í gildi um langt skeið og aftur þurfti til inngrip Samkeppniseftirlitsins. Íslandspóstur lét hins vegar ekki þar við sitja og hefur síðan þá gert grundvallarbreytingar á gjaldskrá og skilmálum innan einkaréttarins sem hafa skaðað samkeppnisumhverfið í póstþjónustu umtalsvert,“ segir Reynir sem hefur um árabil staðið í stríði við Íslandspóst. Hann segir að þrátt fyrir fjölda kvartana sem borist hafi Samkeppniseftirlitinu hafi Íslandspóstur aðeins brugðist við því með því að stjórnendur ríkisfyrirtækisins hafi orðið „forhertari í háttsemi sinni með hverju árinu sem líður“.Þora ekki að stíga skrefið Reynir segir að hinn langi málsmeðferðartími Samkeppniseftirlitsins geri það að verkum að nýir eða smærri aðilar veigri sér við að halda inn á nýja markaði þar sem mótspyrnu af þessum toga er að vænta. „Það er flestum slíkum aðilum ofviða að standa í stjórnsýslumáli, með tilheyrandi kostnaði, svo misserum skiptir. Það ætti að vera forgangsmál að finna leiðir til að auka skilvirkni Samkeppniseftirlitsins og leggja áherslu á að bregðast hratt við aðstæðum á markaði sem augljóslega eru samkeppnishindrandi. Núverandi framkvæmd, þar sem mál eru mörg ár í rannsókn, er ekki það sem samkeppnisumhverfið þarf á að halda. Í raun má segja að þessi framkvæmd geti virkað samkeppnishindrandi enda er það iðulega svo að á meðan á þessari löngu málsmeðferð stendur er ekki ráðin bót á aðstæðum á markaði og neytendur sitja uppi með tjónið,“ segir Reynir sem telur ljóst að Íslandspóstur sé kominn langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og fyrirtækið hafi á undanförnum árum sótt inn á hina ýmsu samkeppnismarkaði með fjárfestingum sem telja í milljörðum. Þótt Íslandspósti sé í grunninn heimilt að útvíkka starfsemi sína þá sé ljóst að það verði ekki gert án þess að gæta að margvíslegum reglum sem fyrirtæki af þessum toga séu bundin af.Eðlilegt? „Það má reyndar velta því upp hvort það sé eðlilegt að ríkið sé yfir höfuð að sækja inn á samkeppnismarkaði og ráðast í umtalsverðar fjárfestingar sem tengjast því. Ef slík markaðssókn ríkisins er talin eðlileg þá verður eftir sem áður að setja spurningarmerki við að slík starfsemi fari fram innan fyrirtækis sem hefur því hlutverki að gegna að sinna lögbundinni grunnþjónustu fyrir landsmenn, sem er varin með einkaleyfi. Væri ekki eðlilegra að sókn ríkisins á samkeppnismarkaði færi þá að minnsta kosti fram innan sjálfstæðs félags en rekstrinum ekki blandað saman við rekstur lögbundinnar grunnþjónustu?“ spyr Reynir sem telur allt benda til þess að ríkið sé að niðurgreiða stórlega sókn fyrirtækisins á samkeppnismörkuðum.
Fréttaskýringar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira