Fjöldi fólks við útförina guðsteinn bjarnason skrifar 4. mars 2015 07:00 Þúsundir manna fylgdu Nemtsov til grafar í Moskvu. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Þúsundir manna gengu upp að kistu Boris Nemtsovs í gær til að kveðja hann, þar sem kistan var höfð opin við Sakharov-miðstöðina í Moskvu. Miðstöðin er nefnd eftir Andrei Sakharov, einum þekktasta andófsmanni Sovéttímans. Nemtsov var myrtur á fimmtudaginn úti á götu í Moskvu, en hann hafði árum saman harðlega gagnrýnt stjórn Vladimírs Pútín forseta. Anna Duritskaja, hin úkraínska kærasta Nemtsovs, fékk að fara heim til Kænugarðs á mánudag. Rússnesk stjórnvöld höfðu þá haldið henni í yfirheyrslum yfir helgina, en hún var viðstödd þegar hann var myrtur. Hún er talin vera eina vitnið að morðinu, en segist ekki hafa séð neitt þar sem morðinginn hafi komið aftan að þeim og verið horfinn á braut nánast samstundis. Að minnsta kosti tveimur evrópskum þingmönnum var bannað að koma til Rússlands til að taka þátt í athöfninni í gær. Þetta eru þau Sandra Kalniete, fyrrverandi utanríkisráðherra Lettlands, og Bogdan Borusewicz, forseti efri deildar pólska þingsins. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní fékk ekki að fara til útfararinnar, en hann situr í fangelsi. Hann hafði óskað eftir því að fá að vera viðstaddur útför Nemtsovs. Fjölmargir andstæðingar Pútíns hafa ýmist verið myrtir eða settir í fangelsi á valdatíð hans. Meðal þeirra er blaðakonan Anna Politkovskaja sem var myrt árið 2006 í lyftu í fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Fimm menn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir morðið á henni, en engin skýring hefur samt fengist á því hver hafi fengið þá til verksins. Pútín hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sjálfur tekið að sér umsjón með rannsókninni á morðinu á Nemtsov, ekki síst þar sem andstæðingar hans hafa viljað bendla hann sjálfan við morðið. Meðal viðstaddra Auk ættingja og vina Nemtsovs voru bæði rússneskir stjórnarandstæðingar og fulltrúar rússneskra stórnvalda viðstaddir útförina ásamt fulltrúum erlendra ríkja. Arkadí Dvorkovítsj, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. John Tefft, sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi. Vygaudas Usackas, hinn lettneski fastafulltrúi Evrópusambandsins í Rússlandi. John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Mikhaíl Kasjanov, stjórnarandstæðingur, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands. Ilja Jashín, einn helsti samstarfsmaður Nemtsovs til margra ára. Anatólí Tsjúbaís, einn helsti forsprakki einkavæðingar á tímum Boris Jeltsíns forseta. Platon Lebedev, einn helsti samstarfsmaður auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskís. Báðir sátu þeir árum saman í fangelsi. Dina Eidman, 87 ára gömul móðir hins myrta, og aðrir ættingjar og vinir.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira