Frábært fyrir Anítu að setja met á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2015 08:00 Aníta á fullri ferð í Prag í gær. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins á EM í Prag með sannfærandi hætti en hún bætti þá bæði Íslandsmetið og Evrópumet unglinga í greininni. „Ég er virkilega ánægður með þetta hlaup hjá henni og það var algjörlega eins og við plönuðum. Við erum búin að fá mikið af hamingjuóskum hérna frá bæði þjálfurum og fólki frá öðrum þjóðum,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, um hlaupið. Aníta bætti þarna 26 daga gamalt met sitt. „Það var hugmyndin að vera á svipuðum millitímum og í hlaupinu heima þar sem hún vann keppnislaust. Hún var í móti í Birmingham fyrir tveimur vikum þar sem þrjár fóru fram úr henni á síðustu 150 metrunum. Munur á þessu hlaupi og því var að núna var hún mjög ákveðin þegar það voru 150 metrar eftir,“ sagði Gunnar Páll. Aníta talaði um það við Gunnar eftir hlaupið að hún hefði séð á skjánum að sú sem var í þriðja sæti var ekkert að fara að ógna henni en tvær efstu komust beint áfram. „Það skipti engu máli þótt sú rússneska færi fram úr henni enda snérist þetta um að taka ekki of mikið á því í restina,“ sagði Gunnar Páll. „Hennar tilfinning var mjög góð og hún hélt fyrst sjálf að þetta hefði ekki verið met. Henni fannst þetta ekki vera það mikil keyrsla hjá sér og það var kannski af því að hún slakaði aðeins á í lokin,“ segir Gunnar. Aníta leiddi allt hlaupið en missti hina rússnesku Yekaterinu Poistogovu fram úr sér í lokin. Sú rússneska var með besta tímann í undanrásunum. „Það var flott að sjá þær saman því þetta er besti Rússinn hérna og sú sem var á verðlaunapalli á síðustu Ólympíuleikum,“ segir Gunnar Páll en Poistogova vann brons á ÓL 2012.Þéttari pakki í dag „Aníta keyrði sig ekkert út í þessu hlaupi en þetta verður auðvitað ennþá taktískara í undanúrslitunum og ennþá fleiri á svipuðum stað og hún. Það verður því aðeins þéttari pakki á morgun (í dag),“ segir Gunnar Páll. Aníta var þarna að setja sitt sjötta Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss og þetta er í þriðja sinn sem hún bætir Evrópumetið hjá 19 ára og yngri innanhúss. Hin fimm Íslandsmetin hafði Aníta sett á íslenskum hlaupabrautum en nú sló hún sitt fyrsta Íslandsmet á stórmóti fullorðinna. „Það var mjög skemmtilegt fyrir hana að ná að setja met á stórmóti og það er náttúrulega allt annað. Það er mjög sterkt,“ segir Gunnar Páll. Frábær frammistaða Anítu Hinriksdóttur í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í gær gefur góð fyrirheit fyrir undanúrslitin sem fara fram í dag. „Það verður erfiðara að ná hlaupi sem þú planar því þetta er þéttari pakki og meiri barátta. Hún þarf að passa sig á því að lenda ekki í miklum stimpingum eða að lokist inni,“ segir Gunnar Páll. Þrjár fyrstu í hvorum undanúrslitariðli komast áfram í úrslitahlaupið á sunnudaginn. Gunnar Páll vonast til að Bretinn Jenny Meadows, sú sigurstranglegasta á mótinu, verði með Anítu í riðli í undanúrslitunum. „Hún keyrir alltaf vel upp og þá myndi Aníta reyna að fara með henni. Meadows vill fara fremst eins og Aníta. Við myndum gjarnan vilja vera í riðli með henni,“ sagði Gunnar Páll. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna. 6. mars 2015 13:45 Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum. 6. mars 2015 07:45 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins á EM í Prag með sannfærandi hætti en hún bætti þá bæði Íslandsmetið og Evrópumet unglinga í greininni. „Ég er virkilega ánægður með þetta hlaup hjá henni og það var algjörlega eins og við plönuðum. Við erum búin að fá mikið af hamingjuóskum hérna frá bæði þjálfurum og fólki frá öðrum þjóðum,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, um hlaupið. Aníta bætti þarna 26 daga gamalt met sitt. „Það var hugmyndin að vera á svipuðum millitímum og í hlaupinu heima þar sem hún vann keppnislaust. Hún var í móti í Birmingham fyrir tveimur vikum þar sem þrjár fóru fram úr henni á síðustu 150 metrunum. Munur á þessu hlaupi og því var að núna var hún mjög ákveðin þegar það voru 150 metrar eftir,“ sagði Gunnar Páll. Aníta talaði um það við Gunnar eftir hlaupið að hún hefði séð á skjánum að sú sem var í þriðja sæti var ekkert að fara að ógna henni en tvær efstu komust beint áfram. „Það skipti engu máli þótt sú rússneska færi fram úr henni enda snérist þetta um að taka ekki of mikið á því í restina,“ sagði Gunnar Páll. „Hennar tilfinning var mjög góð og hún hélt fyrst sjálf að þetta hefði ekki verið met. Henni fannst þetta ekki vera það mikil keyrsla hjá sér og það var kannski af því að hún slakaði aðeins á í lokin,“ segir Gunnar. Aníta leiddi allt hlaupið en missti hina rússnesku Yekaterinu Poistogovu fram úr sér í lokin. Sú rússneska var með besta tímann í undanrásunum. „Það var flott að sjá þær saman því þetta er besti Rússinn hérna og sú sem var á verðlaunapalli á síðustu Ólympíuleikum,“ segir Gunnar Páll en Poistogova vann brons á ÓL 2012.Þéttari pakki í dag „Aníta keyrði sig ekkert út í þessu hlaupi en þetta verður auðvitað ennþá taktískara í undanúrslitunum og ennþá fleiri á svipuðum stað og hún. Það verður því aðeins þéttari pakki á morgun (í dag),“ segir Gunnar Páll. Aníta var þarna að setja sitt sjötta Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss og þetta er í þriðja sinn sem hún bætir Evrópumetið hjá 19 ára og yngri innanhúss. Hin fimm Íslandsmetin hafði Aníta sett á íslenskum hlaupabrautum en nú sló hún sitt fyrsta Íslandsmet á stórmóti fullorðinna. „Það var mjög skemmtilegt fyrir hana að ná að setja met á stórmóti og það er náttúrulega allt annað. Það er mjög sterkt,“ segir Gunnar Páll. Frábær frammistaða Anítu Hinriksdóttur í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í gær gefur góð fyrirheit fyrir undanúrslitin sem fara fram í dag. „Það verður erfiðara að ná hlaupi sem þú planar því þetta er þéttari pakki og meiri barátta. Hún þarf að passa sig á því að lenda ekki í miklum stimpingum eða að lokist inni,“ segir Gunnar Páll. Þrjár fyrstu í hvorum undanúrslitariðli komast áfram í úrslitahlaupið á sunnudaginn. Gunnar Páll vonast til að Bretinn Jenny Meadows, sú sigurstranglegasta á mótinu, verði með Anítu í riðli í undanúrslitunum. „Hún keyrir alltaf vel upp og þá myndi Aníta reyna að fara með henni. Meadows vill fara fremst eins og Aníta. Við myndum gjarnan vilja vera í riðli með henni,“ sagði Gunnar Páll.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna. 6. mars 2015 13:45 Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum. 6. mars 2015 07:45 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Sjá meira
Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna. 6. mars 2015 13:45
Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum. 6. mars 2015 07:45
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45
Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn