
Grafarholtið er umkringt skriðdrekum
Þessi sýn er skelfileg og við getum þakkað fyrir að hún verður ekki að veruleika. En í Sýrlandi er einmitt þetta veruleiki milljóna barna.
Og þótt Sýrland sé fjarri, þá eru öll þau börn sem búa við þessar aðstæður einnig börnin okkar.
Nú stendur yfir söfnunarátak sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, og Fatímusjóðurinn standa saman að. Þann sjóð stofnaði móðir mín, Jóhanna Kristjónsdóttir, fyrir áratug og hefur haldið úti af miklum myndarbrag með fleira góðu fólki. Ég vil eindregið hvetja fólk, nei, eggja fólk lögeggjan að taka þátt í söfnuninni en henni er sérstaklega ætlað að hjálpa sýrlensku flóttabörnunum til þess sem líkist eitthvað eðlilegu lífi með því að gera þeim kleift að ganga í skóla í flóttamannabúðunum þar sem þau hafast við.
Með því að senda sms-ið BARN í símanúmerið 1900 gefur þú 1.490 krónur sem duga fyrir pakka af skólagögnum fyrir sýrlenskt flóttabarn. Eða leggðu frjálst framlag inn á reikning Fatímusjóðsins: 0512-04-250461 kt. 680808-0580. Það er margt hægt að gera; í dag er til dæmis hægt að skreppa niður í Hörpu í Reykjavík og tefla snarpa skák við Hrafn bróður minn sem þar situr að maraþon-tafli og safnar í leiðinni framlögum. Þar eru líka til sölu ýmsar af vinsælum bókum móður minnar og fleira gott.
Já, þetta er mergurinn málsins. Við horfum á fréttirnar af skelfingum líkt og í Sýrlandi og höldum að við hér getum ekkert gert. En við getum í rauninni ýmislegt gert.
Leggjum lið. Hjálpum börnunum okkar.
Skoðun

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar