Hinn grái hversdagsleiki Stjórnarmaðurinn skrifar 18. mars 2015 12:00 Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira