Bjuggu til sín eigin sólmyrkvagleraugu 20. mars 2015 06:45 Þórður Atlason og Haraldur Orri Hauksson, nemendur Menntaskólans í Reykjavík, bjuggu til sólmyrkvagleraugu. Vísir/Ernir Í dag, föstudagsmorgun, fylgist fjöldi Íslendinga með sólmyrkva þar sem tungl gengur fyrir sólu. Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8.38, nær hámarki kl. 9.37 og lýkur kl. 10.39. Sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu og að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Það eina sem dugar til að horfa á sólmyrkvann eru sólmyrkvagleraugu, glerið er úr silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólublátt ljós. Þeir hleypa aðeins hundrað þúsundasta hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með þeim.Varúð Ekki horfa í sólina án sólmyrkvagleraugna. Venjuleg sólgleraugu duga alls ekki. Þá vara augnlæknar við því að taka sjálfsmynd á síma af sér við sólmyrkvann. Fréttablaðið/ErnirAugnlæknar benda á að það megi alls ekki nota 3D-gleraugu eða venjuleg sólgleraugu. Nokkrir nemendur í Akademíunni í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að framleiða fleiri gleraugu til að auðvelda þeim nemendum skólans sem hafði ekki tekist að útvega sér gleraugu í tæka tíð að horfa á myrkvann. „Margir nemendur í skólanum voru ekki komnir með gleraugu, en eftir nokkra leit fundum við næma filmu, sem gleypir í sig sólarljósið, til að nota í gleraugu,“ segir Þórður Atlason, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, og segir tugi nemenda hafa hjálpað til við að setja saman 300 gleraugu sem eru til brúks í dag. „Við vonum að það verði nóg af gleraugum til þess að allir geti horft á myrkvann. Ef ekki, þá ættu nemendur að skiptast á.“ Augnlæknar víða í Evrópu hafa ítrekað aðvaranir sínar vegna hættu á skaða á augum og vara líka fólk við að taka sjálfsmynd á símana sína. „Fólk ætti að vara sig á því að taka „selfie“ af sér með sólmyrkvann í baksýn,“ segir Patricia Quinlan augnlæknir í samtali við Irish Times. Ráð sem Íslendingar ættu að hlýða. Sól er lágt á lofti í morgun og því vilja margir koma sér fyrir á stað þar sem lítið skyggir á sýn til sólar. Á Akureyri verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan 8.00 og fólki gefst kostur á að fara með lyftum til að horfa á sólmyrkvann í eitt þúsund metra hæð. Skíðamiðstöðin í Oddskarði er líka opin frá 8.30 og þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með útsýni yfir Atlantshafið. Margir ferðamenn munu fara frá Reykjavíkurhöfn og horfa á myrkvann á hafi úti. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í dag, föstudagsmorgun, fylgist fjöldi Íslendinga með sólmyrkva þar sem tungl gengur fyrir sólu. Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8.38, nær hámarki kl. 9.37 og lýkur kl. 10.39. Sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu og að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum. Það eina sem dugar til að horfa á sólmyrkvann eru sólmyrkvagleraugu, glerið er úr silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólublátt ljós. Þeir hleypa aðeins hundrað þúsundasta hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með þeim.Varúð Ekki horfa í sólina án sólmyrkvagleraugna. Venjuleg sólgleraugu duga alls ekki. Þá vara augnlæknar við því að taka sjálfsmynd á síma af sér við sólmyrkvann. Fréttablaðið/ErnirAugnlæknar benda á að það megi alls ekki nota 3D-gleraugu eða venjuleg sólgleraugu. Nokkrir nemendur í Akademíunni í Menntaskólanum í Reykjavík dóu ekki ráðalausir og brugðu á það ráð að framleiða fleiri gleraugu til að auðvelda þeim nemendum skólans sem hafði ekki tekist að útvega sér gleraugu í tæka tíð að horfa á myrkvann. „Margir nemendur í skólanum voru ekki komnir með gleraugu, en eftir nokkra leit fundum við næma filmu, sem gleypir í sig sólarljósið, til að nota í gleraugu,“ segir Þórður Atlason, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, og segir tugi nemenda hafa hjálpað til við að setja saman 300 gleraugu sem eru til brúks í dag. „Við vonum að það verði nóg af gleraugum til þess að allir geti horft á myrkvann. Ef ekki, þá ættu nemendur að skiptast á.“ Augnlæknar víða í Evrópu hafa ítrekað aðvaranir sínar vegna hættu á skaða á augum og vara líka fólk við að taka sjálfsmynd á símana sína. „Fólk ætti að vara sig á því að taka „selfie“ af sér með sólmyrkvann í baksýn,“ segir Patricia Quinlan augnlæknir í samtali við Irish Times. Ráð sem Íslendingar ættu að hlýða. Sól er lágt á lofti í morgun og því vilja margir koma sér fyrir á stað þar sem lítið skyggir á sýn til sólar. Á Akureyri verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan 8.00 og fólki gefst kostur á að fara með lyftum til að horfa á sólmyrkvann í eitt þúsund metra hæð. Skíðamiðstöðin í Oddskarði er líka opin frá 8.30 og þaðan má fylgjast með sólmyrkvanum úr allt að 850 metra hæð, með útsýni yfir Atlantshafið. Margir ferðamenn munu fara frá Reykjavíkurhöfn og horfa á myrkvann á hafi úti.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira