Leifsstöð mun tvöfaldast ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 10:00 Leifsstöð mun stækka verulega á næstu árum til að mæta auknum farþegafjölda. Á myndinni má sjá hvernig stefnt er að flugvöllurinn muni líta út árið 2040. mynd/isavia Flugstöð Keflavíkurflugvallar mun ríflega tvöfaldast að stærð á næsta aldafjórðungi. Bæta á við flugbraut austan megin við flugstöðina og fjölga flugstæðum úr 19 í 34. Uppbyggingin miðar að því að hægt verði að koma aukinni umferð í gegnum flugvöllinn. Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að farþegum muni fjölga um helming á næsta áratug og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast fram til ársins 2040. Búist er við að kostnaður við stækkunina muni nema á milli 150 og 200 milljörðum. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður muni leggja verkefninu til fé en Isavia er í eigu ríkisins. Þá er ekki gert ráð fyrir því að félagið þurfi að sækja sér aukið eigið fé til að fjármagna uppbygginguna.Til skoðunar að einkaaðilar komi að uppbyggingunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að heppilegra gæti verið að einkaaðilar muni sjá um uppbyggingu flugvallarins. „Ég er ekki síst að horfa til þess að það kann að vera heppilegt að ríkið taki ekki á sig alla þá áhættu sem fylgir því að fara í tugmilljarða viðbótarfjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og það er ekki rökbundin nauðsyn að ríkið eigi hvern einasta fermetra í flughlöðum og tengibyggingum sem einkaaðilar hafa sýnt áhuga á að fjármagna og jafnvel eiga og reka,“ sagði Bjarni.Endalegt skipulag kynnt í september Áformin eru hluti af áætlun um framtíð Keflavíkurflugvallar sem norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture vann fyrir Isavia. Hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um framtíð flugvallarins en niðurstöður hennar voru kynntar í síðasta mánuði. Isavia vinnur nú með norsku hönnunarstofunni og hagsmunaaðilum að nánari útfærslu tillagnanna. Kynna á endanlega áætlun að skipulagi flugvallarins í september á þessu ári. Tengdar fréttir Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Flugstöð Keflavíkurflugvallar mun ríflega tvöfaldast að stærð á næsta aldafjórðungi. Bæta á við flugbraut austan megin við flugstöðina og fjölga flugstæðum úr 19 í 34. Uppbyggingin miðar að því að hægt verði að koma aukinni umferð í gegnum flugvöllinn. Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að farþegum muni fjölga um helming á næsta áratug og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast fram til ársins 2040. Búist er við að kostnaður við stækkunina muni nema á milli 150 og 200 milljörðum. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður muni leggja verkefninu til fé en Isavia er í eigu ríkisins. Þá er ekki gert ráð fyrir því að félagið þurfi að sækja sér aukið eigið fé til að fjármagna uppbygginguna.Til skoðunar að einkaaðilar komi að uppbyggingunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að heppilegra gæti verið að einkaaðilar muni sjá um uppbyggingu flugvallarins. „Ég er ekki síst að horfa til þess að það kann að vera heppilegt að ríkið taki ekki á sig alla þá áhættu sem fylgir því að fara í tugmilljarða viðbótarfjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og það er ekki rökbundin nauðsyn að ríkið eigi hvern einasta fermetra í flughlöðum og tengibyggingum sem einkaaðilar hafa sýnt áhuga á að fjármagna og jafnvel eiga og reka,“ sagði Bjarni.Endalegt skipulag kynnt í september Áformin eru hluti af áætlun um framtíð Keflavíkurflugvallar sem norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture vann fyrir Isavia. Hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um framtíð flugvallarins en niðurstöður hennar voru kynntar í síðasta mánuði. Isavia vinnur nú með norsku hönnunarstofunni og hagsmunaaðilum að nánari útfærslu tillagnanna. Kynna á endanlega áætlun að skipulagi flugvallarins í september á þessu ári.
Tengdar fréttir Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47
Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17
Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00
Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37