Átök kynslóðanna Magnús Guðmundsson skrifar 25. mars 2015 12:00 Eiturbyrlarinn ljúfi Arto Paasilinna Þýðing: Guðrún Sigurðardóttir Skrudda Arto Paasilinna er í senn einn vinsælasti og afkastamesti höfundur Finna síðustu áratugina. Allt frá árinu 1972 sendi hann frá sér bók nánast árlega og hafa þær nánast undantekningalaust notið mikilla vinsælda í Finnlandi og reyndar mun víðar. Síðasta bók hans kom út árið 2009 en hann virðist hafa glímt við heilsuvandamál eftir heilablóðfall en hafði þó áður náð að skreyta forsíður slúðurblaðanna fyrir drykkjuskap, ölvunarakstur og sitthvað fleira í skrautlegri kantinum. Eiturbyrlarinn ljúfi kom fyrst út í Finnlandi árið 1988 en kemur nú í fyrsta sinn út hérlendis í íslenskri og prýðilegri þýðingu Guðrúnar Sigurðardóttur. Væntanlega ráða vaxandi vinsældir Paasalinna hérlendis því að bókin kemur nú út á íslensku þetta mörgum árum síðar en Eiturbyrlarinn ljúfi er þó vart með bestu bókum Paasilinna. Eins og aðrar bækur höfundar er þetta fyrst og fremst samfélagsleg skemmtisaga og í raun alveg prýðileg sem slík. Eiturbyrlarinn ljúfi segir frá virðulegu ofurstaekkjunni Linnea Ravaska sem hefur árum saman hrakist undan dóttursyni eiginmannsins og félögum hans. Þeir eru drykkfelldir, frekir, latir, ofbeldishneigðir og gráðugir fantar sem níðast á góðmennsku og aðstæðum gömlu konunnar þar til hún tekur til sinna ráða með athyglisverðum afleiðingum. Eins og í mörgum bóka Paasilinna takast hér á kynslóðir og stéttir. Upplausn samtímans berst við hin gömlu öguðu gildi þeirrar kynslóðar sem barðist í Vetrarstríðinu, varðveitti frelsi, sjálfstæði og heiður finnsku þjóðarinnar. Unga kynslóðin er agalaus, drykkfelld, ofbeldishneigð og til sífelldra vandræða. Paasilinna skrifar látlausan, einfaldan og kraftmikinn stíl sem þjónar sínum tilgangi fullkomlega. Maður fær nánast á tilfinninguna að maður sé að hlusta á finnskan karlskarf segja spennandi skemmtisögu eftir að hafa fengið sér nokkra kalda og jafnvel vodkastaup á milli saunabaða. Húmorinn er leiftrandi en aldrei borinn á borð sem einhvers konar brandari heldur sem hrein og bein frásögn af athyglisverðum ævintýrum eldri konu og þriggja drykkfelldra ræfla frá Helsinki. Stuttar setningar, kjarnyrt tungutak og enginn vaðall. Styrkur stílsins og frásagnarinnar liggur einmitt í þessari markvissu frásögn þar sem bæði tilfinningasemi og dramatík eru látin liggja á milli hluta. Jafnvel dauðinn er aðeins eitthvað sem bara gerist og svo gerist eitthvað annað og það er haldið áfram. Kaldhæðni er allsráðandi og kaldhæðni höfðar efalítið vel til flestra íslenskra lesenda. Paasilinna tekst þó einna best upp þegar hann leysir aðeins upp þá einföldu samfélagssýn sem er að finna í söguheimi bókarinnar. Dregur fram með skemmtilegum hætti að óforbetranlegur hegðunarvandi yngri kynslóðarinnar er ekkert sjálfsprottið náttúrulögmál heldur rökrétt afleiðing af styrjöldum, hegðun, líferni fyrri kynslóða. Veikleiki bókarinnar er kannski sá helstur að hún ristir ekki djúpt. Það er erfitt að finna til mikillar samkenndar með persónunum þó svo það megi vel hafa af þeim gaman. Það er þó með sönnu gleðiefni að bækur Paasilinna haldi áfram að rata til íslenskra lesenda því almennt eru þær hin ágætasta skemmtun og tilvaldar á náttborðið eða í sumarbústaðarferðina.Niðurstaða: Kaldhæðin, þétt og skemmtileg saga en skilur lítið eftir sig. Gagnrýni Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Eiturbyrlarinn ljúfi Arto Paasilinna Þýðing: Guðrún Sigurðardóttir Skrudda Arto Paasilinna er í senn einn vinsælasti og afkastamesti höfundur Finna síðustu áratugina. Allt frá árinu 1972 sendi hann frá sér bók nánast árlega og hafa þær nánast undantekningalaust notið mikilla vinsælda í Finnlandi og reyndar mun víðar. Síðasta bók hans kom út árið 2009 en hann virðist hafa glímt við heilsuvandamál eftir heilablóðfall en hafði þó áður náð að skreyta forsíður slúðurblaðanna fyrir drykkjuskap, ölvunarakstur og sitthvað fleira í skrautlegri kantinum. Eiturbyrlarinn ljúfi kom fyrst út í Finnlandi árið 1988 en kemur nú í fyrsta sinn út hérlendis í íslenskri og prýðilegri þýðingu Guðrúnar Sigurðardóttur. Væntanlega ráða vaxandi vinsældir Paasalinna hérlendis því að bókin kemur nú út á íslensku þetta mörgum árum síðar en Eiturbyrlarinn ljúfi er þó vart með bestu bókum Paasilinna. Eins og aðrar bækur höfundar er þetta fyrst og fremst samfélagsleg skemmtisaga og í raun alveg prýðileg sem slík. Eiturbyrlarinn ljúfi segir frá virðulegu ofurstaekkjunni Linnea Ravaska sem hefur árum saman hrakist undan dóttursyni eiginmannsins og félögum hans. Þeir eru drykkfelldir, frekir, latir, ofbeldishneigðir og gráðugir fantar sem níðast á góðmennsku og aðstæðum gömlu konunnar þar til hún tekur til sinna ráða með athyglisverðum afleiðingum. Eins og í mörgum bóka Paasilinna takast hér á kynslóðir og stéttir. Upplausn samtímans berst við hin gömlu öguðu gildi þeirrar kynslóðar sem barðist í Vetrarstríðinu, varðveitti frelsi, sjálfstæði og heiður finnsku þjóðarinnar. Unga kynslóðin er agalaus, drykkfelld, ofbeldishneigð og til sífelldra vandræða. Paasilinna skrifar látlausan, einfaldan og kraftmikinn stíl sem þjónar sínum tilgangi fullkomlega. Maður fær nánast á tilfinninguna að maður sé að hlusta á finnskan karlskarf segja spennandi skemmtisögu eftir að hafa fengið sér nokkra kalda og jafnvel vodkastaup á milli saunabaða. Húmorinn er leiftrandi en aldrei borinn á borð sem einhvers konar brandari heldur sem hrein og bein frásögn af athyglisverðum ævintýrum eldri konu og þriggja drykkfelldra ræfla frá Helsinki. Stuttar setningar, kjarnyrt tungutak og enginn vaðall. Styrkur stílsins og frásagnarinnar liggur einmitt í þessari markvissu frásögn þar sem bæði tilfinningasemi og dramatík eru látin liggja á milli hluta. Jafnvel dauðinn er aðeins eitthvað sem bara gerist og svo gerist eitthvað annað og það er haldið áfram. Kaldhæðni er allsráðandi og kaldhæðni höfðar efalítið vel til flestra íslenskra lesenda. Paasilinna tekst þó einna best upp þegar hann leysir aðeins upp þá einföldu samfélagssýn sem er að finna í söguheimi bókarinnar. Dregur fram með skemmtilegum hætti að óforbetranlegur hegðunarvandi yngri kynslóðarinnar er ekkert sjálfsprottið náttúrulögmál heldur rökrétt afleiðing af styrjöldum, hegðun, líferni fyrri kynslóða. Veikleiki bókarinnar er kannski sá helstur að hún ristir ekki djúpt. Það er erfitt að finna til mikillar samkenndar með persónunum þó svo það megi vel hafa af þeim gaman. Það er þó með sönnu gleðiefni að bækur Paasilinna haldi áfram að rata til íslenskra lesenda því almennt eru þær hin ágætasta skemmtun og tilvaldar á náttborðið eða í sumarbústaðarferðina.Niðurstaða: Kaldhæðin, þétt og skemmtileg saga en skilur lítið eftir sig.
Gagnrýni Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira