Hvar eru peningarnir Eygló? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar