Þak yfir höfuðið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. mars 2015 00:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur boðað komu frumvarpa inn í þingið sem snúa að húsnæðismarkaðnum. Um er að ræða fjögur frumvörp; um stofnstyrki, breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, húsnæðisbætur og breytingu á húsaleigulögum. Frumvarpanna er beðið með eftirvæntingu á ýmsum vígstöðvum. Þau munu að einhverju leyti vera innlegg í kjaraviðræður sem nú standa yfir og er þannig að sögn ráðherra ætlað að ná sérstaklega til ungs fólks og þeirra tekjulægri. Þau eru að sögn Eyglóar unnin í nánu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra enda nokkuð líklegt að umtalsverðar breytingar á þessum málaflokki kalli á töluverð fjárútlát. Reyndar er með ólíkindum hversu lengi hefur staðið á framlagningu þessara frumvarpa en ráðherrann hefur nú eftir að hafa setið rúm tvö ár í embætti tvo daga til að ná málunum inn fyrir lok þessa þings. Eygló leggur gríðarlega áherslu á að frumvörpin verði kláruð á yfirstandandi þingi og í samtali við Fréttablaðið á föstudag sagði hún að næðist það ekki yrði að halda sumarþing. Hún hefur áður lýst yfir áhyggjum af hækkandi húsnæðisverði en verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um 9 prósent að raunvirði í fyrra og sérbýli um 3,7 prósent og eitthvað verði að gera fyrir þann stóra hóp sem ekki nær að tryggja sér þak yfir höfuðið í þessu árferði. Þörfin fyrir húsnæði er mikil en að einhverju leyti fyrirsjáanleg. Frá miðju ári 2007 til loka ársins 2012 var sama og ekkert byggt sem er lengsta stopp í byggingum á íbúðarhúsnæði á Íslandi síðustu áratugi. Á sama tíma er stór hópur ungs fólks að koma inn á markaðinn. Þessu verður að mæta. Nákvæmar útfærslur frumvarpanna eru enn óljósar. Heyrst hefur að til standi að samræma húsaleigu- og vaxtabætur, en eins og staðan er í dag hefst tekjuskerðing bóta mun fyrr í tilviki húsaleigubóta. Það er hið besta mál enda vandséð hvernig það er réttlætanlegt að bótakerfið geri upp á milli fólks eftir því hvernig það fjármagnar húsnæði sitt. Að sama skapi er af sömu ástæðu fyrirkvíðanlegt ef breyta á skattkerfinu mikið til að skapa hvata til útleigu, það er að gera upp á milli sparifjáreigenda eftir því hvort þeir festa peninga sína í húsnæði eða einhverju öðru. Það er ósanngjarnt og flækir kerfið. Húsnæðiskerfið, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi, er flókið og regluverkið umfangsmikið. Byggingarreglugerðir þarf að einfalda og leiðrétta þannig að ódýrara sé að byggja húsnæði. Kröfur um lágmarksstærðir og -útbúnað eru oft og tíðum óhagstæðar auk þess sem þeim fylgir kostnaður. Það verður að borga sig að byggja smáar einingar til að það sé gert. Ástandið á húsnæðismarkaði er einfaldlega óþolandi. Ungt fólk og þeir tekjulægri eiga í erfiðleikum með að koma sér upp þaki yfir höfuðið svo vel sé sem er grundvallaratriði til að það geti komið undir sig fótum og tryggt sér og fjölskyldum sínum almennileg lífsskilyrði. Frumvörp Eyglóar geta þannig orðið til mikilla bóta. Það besta sem hið opinbera gerir á húsnæðismarkaði er hins vegar að skapa einfalt og sanngjarnt regluverk. Regluverk sem gerir mönnum kleift að byggja alls konar húsnæði, nú sérstaklega ódýrt, og skipuleggja byggingarmagn þar sem fólk vill raunverulega búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur boðað komu frumvarpa inn í þingið sem snúa að húsnæðismarkaðnum. Um er að ræða fjögur frumvörp; um stofnstyrki, breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, húsnæðisbætur og breytingu á húsaleigulögum. Frumvarpanna er beðið með eftirvæntingu á ýmsum vígstöðvum. Þau munu að einhverju leyti vera innlegg í kjaraviðræður sem nú standa yfir og er þannig að sögn ráðherra ætlað að ná sérstaklega til ungs fólks og þeirra tekjulægri. Þau eru að sögn Eyglóar unnin í nánu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra enda nokkuð líklegt að umtalsverðar breytingar á þessum málaflokki kalli á töluverð fjárútlát. Reyndar er með ólíkindum hversu lengi hefur staðið á framlagningu þessara frumvarpa en ráðherrann hefur nú eftir að hafa setið rúm tvö ár í embætti tvo daga til að ná málunum inn fyrir lok þessa þings. Eygló leggur gríðarlega áherslu á að frumvörpin verði kláruð á yfirstandandi þingi og í samtali við Fréttablaðið á föstudag sagði hún að næðist það ekki yrði að halda sumarþing. Hún hefur áður lýst yfir áhyggjum af hækkandi húsnæðisverði en verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um 9 prósent að raunvirði í fyrra og sérbýli um 3,7 prósent og eitthvað verði að gera fyrir þann stóra hóp sem ekki nær að tryggja sér þak yfir höfuðið í þessu árferði. Þörfin fyrir húsnæði er mikil en að einhverju leyti fyrirsjáanleg. Frá miðju ári 2007 til loka ársins 2012 var sama og ekkert byggt sem er lengsta stopp í byggingum á íbúðarhúsnæði á Íslandi síðustu áratugi. Á sama tíma er stór hópur ungs fólks að koma inn á markaðinn. Þessu verður að mæta. Nákvæmar útfærslur frumvarpanna eru enn óljósar. Heyrst hefur að til standi að samræma húsaleigu- og vaxtabætur, en eins og staðan er í dag hefst tekjuskerðing bóta mun fyrr í tilviki húsaleigubóta. Það er hið besta mál enda vandséð hvernig það er réttlætanlegt að bótakerfið geri upp á milli fólks eftir því hvernig það fjármagnar húsnæði sitt. Að sama skapi er af sömu ástæðu fyrirkvíðanlegt ef breyta á skattkerfinu mikið til að skapa hvata til útleigu, það er að gera upp á milli sparifjáreigenda eftir því hvort þeir festa peninga sína í húsnæði eða einhverju öðru. Það er ósanngjarnt og flækir kerfið. Húsnæðiskerfið, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi, er flókið og regluverkið umfangsmikið. Byggingarreglugerðir þarf að einfalda og leiðrétta þannig að ódýrara sé að byggja húsnæði. Kröfur um lágmarksstærðir og -útbúnað eru oft og tíðum óhagstæðar auk þess sem þeim fylgir kostnaður. Það verður að borga sig að byggja smáar einingar til að það sé gert. Ástandið á húsnæðismarkaði er einfaldlega óþolandi. Ungt fólk og þeir tekjulægri eiga í erfiðleikum með að koma sér upp þaki yfir höfuðið svo vel sé sem er grundvallaratriði til að það geti komið undir sig fótum og tryggt sér og fjölskyldum sínum almennileg lífsskilyrði. Frumvörp Eyglóar geta þannig orðið til mikilla bóta. Það besta sem hið opinbera gerir á húsnæðismarkaði er hins vegar að skapa einfalt og sanngjarnt regluverk. Regluverk sem gerir mönnum kleift að byggja alls konar húsnæði, nú sérstaklega ódýrt, og skipuleggja byggingarmagn þar sem fólk vill raunverulega búa.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun