Meiri æfingar á þurru landi skilar Eygló Ósk betri árangri í lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2015 06:30 Eygló er komin með lágmörk á næsta HM sem og næstu Ólympíuleika. vísir/valli Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“ Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45
Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12
Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46