Fjölbreytileiki á undanhaldi Stjórnarmaðurinn skrifar 1. apríl 2015 09:00 Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Fregnir bárust af því í liðinni viku að tískumerkið Ella hefði verið lýst gjaldþrota. Ella var metnaðarfull tískuverslun með stóra alþjóðlega drauma, og setti skemmtilegan svip á miðbæinn. Tilfinningin var sú að þarna færi flott íslenskt merki sem ætti sér nokkuð dyggan aðdáendahóp, og hefði þar af leiðandi ágætis tekjustreymi. Engu að síður fór sem fór. Margar ástæður geta orðið til þess að verslunarrekstur líður undir lok. Sú augljósasta er að ekkert hreinlega seljist. Sumir eiga það svo til að reisa sér hurðarás um öxl, t.d. með því að festa sér óhóflega dýrt húsnæði. Í tilviki tískuverslana þarf svo að ganga réttu línuna í birgðastjórnun. Það má ekki panta of lítið, og ekki of mikið. Hvað varðar eigin hönnun er ekki síður til margs að líta. Misheppnuð lína eitt haustið getur orðið til þess að bæði birgðastaða og tekjuflæði skekkjast svo ekki verður auðveldlega úr bætt. Tískuverslunarrekstur er viðkvæmur bransi, en við getum flest verið sammála um að íslensk verslun er ríkari vegna tilvistar verslana á borð við Ellu, JÖR, KronKron og svo mætti áfram telja. Kaupmenn sem þessir stunda metnaðarfulla verslun á litlum markaði og eygja oft litla gróðavon, nema hægt sé að sækja út fyrir landsteinana. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera leggi ekki óþarfa hindranir í veginn. Staðreyndin er sú að ýmislegt vantar upp á í þeim efnum. Það eru gjaldheimtumenn ríkissjóðs sem oftar en ekki ganga harðast fram við innheimtu. Hér hafa einnig fallið nýlegir dómar sem eru ekki til þess fallnir að vænka hag hérlendrar verslunar. Kaupmenn sem flytja inn fatnað búa jafnframt við tvöfalda tollheimtu á fatnað sem fluttur er inn frá ríkjum utan ESB. Slíkar vörur bera 15% toll þegar þær hafa viðkomu innan ESB, og annað eins við komuna hingað til lands. Nýverið hefur skotið upp kollinum umræða um að afnema þessa rökleysu. Af því þarf að verða hið fyrsta. Kannanir benda til þess að Íslendingar kaupi allt að 45% af fatnaði sínum erlendis. Jafnframt er sagt að sænski tískurisinn H&M sé með um 20 til 25% markaðshlutdeild hér á landi, án þess að starfrækja hér verslun. Það sjá allir að þetta er ekki heillavænleg þróun fyrir mannlíf í litlu landi. Vonandi verður breyting á. Til þess að svo megi verða þarf hið opinbera að hætta að leggja steina í götu íslenskra kaupmanna.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira