Aníta getur unnið í þriðja sinn í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Fréttablaðið/Getty ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni. Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni.
Innlendar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira