Samhljómur gegn ójöfnuði Árni Páll Árnason skrifar 24. apríl 2015 07:00 Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun