Innbyggð þrá að skapa eitthvað einstakt Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Frumraun Gísla Pálma fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Tónlist Gísli Pálmi Útgefandi: Smekkleysa „Ég snýst í hringi, flýjandi kvíðann minn. Svífandi í endalausri spilavídd. Vímuefna vítahring. […] Ég er svo fokking háður, þarf alltaf að vera undir einhverjum áhrifum. […] Átti lærdómsfulla æsku, handjárn, kærur. Inni í klefa læstur. […] Bara finn ekkert öryggi, án þess að finna á mér örlítið.“ Þetta eru textalínur úr laginu Spilavítið sem er persónulegasta lagið á frumraun rapparans Gísla Pálma sem kom út í síðustu viku. Rithöfundurinn Mikael Torfason lýsti plötunni sem „Ísbjarnarblús sinnar kynslóðar“ enda rauk platan út í bílförmum eftir að mikil eftirvænting skapaðist fyrir henni á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Gísli Pálmi naut liðsinnis Jóhanns Bjarkasonar og Inga Más Úlfarssonar við lagasmíðar og útfærslu. Þegar platan er spiluð fær hlustandinn fljótt á tilfinninguna að hér sé eitthvað alveg nýtt á ferðinni og Mikael gæti haft eitthvað til síns máls enda grípur fyrsta lagið, Efnið, hlustandann strax. Lagið Meðnóg er grípandi og sterkt. Einnig 5AM. Þrjú sterkustu lög plötunnar, Draumalandið, Háar hæðir og Spilavítið, koma öll í röð en þau hafa alla burði til að slá í gegn á útvarpsstöðvum landsins í sumar. Textagerð, framsetning og tímasetningar eru allar framúrskarandi. Spilavítið er langpersónulegasta lagið á plötunni. Textinn er á köflum óþægilegur („Kalt í mínum æðum. Útúr sveittar sængur, lyfjakassinn tæmdur, klósett fullt af ælu“) og hlustandinn vill helst senda Gísla Pálma í læknisskoðun. En þessi texti er einlægur og persónulegur og það er oft hreinasta form listsköpunar. Gísli Pálmi opnar sig alveg og stendur berskjaldaður gagnvart umhverfi sínu og áliti annarra.Aðrir rapparar koma við sögu á plötunni og hér er ástæða til að nefna framlag Helga Sæmundar í Háum hæðum. Þótt textinn sé ekki mjög djúpur er frammistaða Helga Sæmundar framúrskarandi og gerir mjög mikið fyrir lagið. Sá sem þetta ritar reyndi að staðsetja Helga Sæmund við hlið erlends listamanns sem hann tengdi við en áttaði sig á því að það væri óþarfi. Hér er á ferðinni íslenskt rapp sem þarf ekki speglun í erlendri fyrirmynd. Þá má hér nefna nefna framlag Tiny í laginu 5AM enda er það rímnaflæði Tinys sem gerir lagið. Gísli Pálmi er ekki allra og hann er heldur ekki að reyna það. Hann var hér um árið óhræddur við að koma fram ber að ofan með Range Rover-bifreiðar í bakgrunni í tónlistarmyndbandi af því að efnishyggja er leiðarstef í listrænni tjáningu margra rappara vestanhafs. Listamanna sem Gísli Pálmi, sem var lengi búsettur í Los Angeles, samsamar sig. Einhverjum hefur ef til vill þótt einkennilegt að sjá ungan hvítan Íslending apa þetta eftir en Gísla Pálma er alveg sama. Hann er ekki að reyna að þóknast neinum. Og það er hluti af því sem gerir hann að svo áhugaverðum listamanni. Að þessu leyti er hann óhræddur og hreinasta listsköpunin er afrakstur óttaleysis. Sá sem þetta ritar hlustaði margsinnis á plötuna heima og í bílnum og leiddist aldrei enda hefur hún að geyma ótrúlega kröftugar lagasmíðar á köflum og hlýtur að koma til greina sem ein af plötum ársins. Gísli Pálmi, rétt eins og margir aðrir hæfileikaríkir einstaklingar, er efasemdamaður um eigin hæfileika. („Hvernig get ég elskað ef ég elska ekki sjálfan mig?“) Þetta er oft ríkjandi einkenni hæfileikaríkra listamanna enda er í efanum innbyggð þrá til að skapa eitthvað frábært og einstakt og um leið ótti um að afrakstur sköpunarinnar sé ekki nógu góður. Gísli Pálmi er óhræddur við að lýsa samtíma sínum og reynslu á raunsæjan hátt. Hann segir söguna án þess að fegra hana. Í raun má segja að ríkt forvarnargildi sé í textunum því það skín svo í gegn að Gísli Pálmi er ekki stoltur af því sem hann hefur lent í. Til þess að skilja list Gísla Pálma þarf samt að skilja hver hann er. Sá sem þetta ritar upplifir texta Gísla Pálma eins og hann sé meðvitaður um mistök sín og hvers sé ætlast til af honum („Búinn að finna sátt við sjálfan mig og allt sem ég þoldi.“) enda er hér á ferðinni skarpgreindur ungur maður sem lenti á glapstigum fíkniefna snemma á lífsleiðinni. En það er skært ljós við enda ganganna og frumraun Gísla Pálma er besti vitnisburðurinn um það. Ef Gísli Pálmi heldur rétt á spöðunum er þetta bara byrjunin á einhverju miklu stærra. Gagnrýni Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Gísli Pálmi Útgefandi: Smekkleysa „Ég snýst í hringi, flýjandi kvíðann minn. Svífandi í endalausri spilavídd. Vímuefna vítahring. […] Ég er svo fokking háður, þarf alltaf að vera undir einhverjum áhrifum. […] Átti lærdómsfulla æsku, handjárn, kærur. Inni í klefa læstur. […] Bara finn ekkert öryggi, án þess að finna á mér örlítið.“ Þetta eru textalínur úr laginu Spilavítið sem er persónulegasta lagið á frumraun rapparans Gísla Pálma sem kom út í síðustu viku. Rithöfundurinn Mikael Torfason lýsti plötunni sem „Ísbjarnarblús sinnar kynslóðar“ enda rauk platan út í bílförmum eftir að mikil eftirvænting skapaðist fyrir henni á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Gísli Pálmi naut liðsinnis Jóhanns Bjarkasonar og Inga Más Úlfarssonar við lagasmíðar og útfærslu. Þegar platan er spiluð fær hlustandinn fljótt á tilfinninguna að hér sé eitthvað alveg nýtt á ferðinni og Mikael gæti haft eitthvað til síns máls enda grípur fyrsta lagið, Efnið, hlustandann strax. Lagið Meðnóg er grípandi og sterkt. Einnig 5AM. Þrjú sterkustu lög plötunnar, Draumalandið, Háar hæðir og Spilavítið, koma öll í röð en þau hafa alla burði til að slá í gegn á útvarpsstöðvum landsins í sumar. Textagerð, framsetning og tímasetningar eru allar framúrskarandi. Spilavítið er langpersónulegasta lagið á plötunni. Textinn er á köflum óþægilegur („Kalt í mínum æðum. Útúr sveittar sængur, lyfjakassinn tæmdur, klósett fullt af ælu“) og hlustandinn vill helst senda Gísla Pálma í læknisskoðun. En þessi texti er einlægur og persónulegur og það er oft hreinasta form listsköpunar. Gísli Pálmi opnar sig alveg og stendur berskjaldaður gagnvart umhverfi sínu og áliti annarra.Aðrir rapparar koma við sögu á plötunni og hér er ástæða til að nefna framlag Helga Sæmundar í Háum hæðum. Þótt textinn sé ekki mjög djúpur er frammistaða Helga Sæmundar framúrskarandi og gerir mjög mikið fyrir lagið. Sá sem þetta ritar reyndi að staðsetja Helga Sæmund við hlið erlends listamanns sem hann tengdi við en áttaði sig á því að það væri óþarfi. Hér er á ferðinni íslenskt rapp sem þarf ekki speglun í erlendri fyrirmynd. Þá má hér nefna nefna framlag Tiny í laginu 5AM enda er það rímnaflæði Tinys sem gerir lagið. Gísli Pálmi er ekki allra og hann er heldur ekki að reyna það. Hann var hér um árið óhræddur við að koma fram ber að ofan með Range Rover-bifreiðar í bakgrunni í tónlistarmyndbandi af því að efnishyggja er leiðarstef í listrænni tjáningu margra rappara vestanhafs. Listamanna sem Gísli Pálmi, sem var lengi búsettur í Los Angeles, samsamar sig. Einhverjum hefur ef til vill þótt einkennilegt að sjá ungan hvítan Íslending apa þetta eftir en Gísla Pálma er alveg sama. Hann er ekki að reyna að þóknast neinum. Og það er hluti af því sem gerir hann að svo áhugaverðum listamanni. Að þessu leyti er hann óhræddur og hreinasta listsköpunin er afrakstur óttaleysis. Sá sem þetta ritar hlustaði margsinnis á plötuna heima og í bílnum og leiddist aldrei enda hefur hún að geyma ótrúlega kröftugar lagasmíðar á köflum og hlýtur að koma til greina sem ein af plötum ársins. Gísli Pálmi, rétt eins og margir aðrir hæfileikaríkir einstaklingar, er efasemdamaður um eigin hæfileika. („Hvernig get ég elskað ef ég elska ekki sjálfan mig?“) Þetta er oft ríkjandi einkenni hæfileikaríkra listamanna enda er í efanum innbyggð þrá til að skapa eitthvað frábært og einstakt og um leið ótti um að afrakstur sköpunarinnar sé ekki nógu góður. Gísli Pálmi er óhræddur við að lýsa samtíma sínum og reynslu á raunsæjan hátt. Hann segir söguna án þess að fegra hana. Í raun má segja að ríkt forvarnargildi sé í textunum því það skín svo í gegn að Gísli Pálmi er ekki stoltur af því sem hann hefur lent í. Til þess að skilja list Gísla Pálma þarf samt að skilja hver hann er. Sá sem þetta ritar upplifir texta Gísla Pálma eins og hann sé meðvitaður um mistök sín og hvers sé ætlast til af honum („Búinn að finna sátt við sjálfan mig og allt sem ég þoldi.“) enda er hér á ferðinni skarpgreindur ungur maður sem lenti á glapstigum fíkniefna snemma á lífsleiðinni. En það er skært ljós við enda ganganna og frumraun Gísla Pálma er besti vitnisburðurinn um það. Ef Gísli Pálmi heldur rétt á spöðunum er þetta bara byrjunin á einhverju miklu stærra.
Gagnrýni Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira