Vormorgunn í RVK Berglind Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Ég upplifði svo svakalega um daginn, helstu upplifunarhönnuðir okkar tíma hefðu orðið mjög ánægðir með mig. Ég hafði nýlokið við að koma syninum á leikskóla og gekk sem leið lá í gegnum Hljómskálagarðinn. Það var sól og smá kalt, besta veðrið, hægt að vera í pels og með sólgleraugu. Algjört gelluveður. En sem sagt. Ég gekk sólarmegin, andaði djúpt að mér svifryki og andakuski og tók stór skref. Ég var ein í öllum garðinum, hvergi túrista að sjá, hvergi bugaður háskólanemi á ferð. Bara ég og nokkrir lúsugir fuglar. Þreyttir svanir hjúfruðu sig saman í litla fiðraða hnúða á tjörninni og ein kvakandi æsingsönd sigldi með offorsi í átt að gegnsósa brauðmola, afgangs frá hveitifylleríi helgarinnar. Mikið er örugglega þreytandi að vera svanur í þessari borg, hugsaði ég þegar ég horfði á eftir sturlaðri öndinni á eftir brauðmaukinu á bólakaf ofan í slímugt vatnið. Endalaust áreiti frá rugluðum öndum í leit að æti. En mikið er fallegt hvernig svanirnir halda ró sinni í sínu hnipri. Flugvél frá Flugfélagi Íslands kom svífandi yfir tjörnina og flaug hægt yfir höfuðið á mér. Mér fannst ég sjá glaða farþega í gluggunum, þeir veifuðu mér og flugmennirnir köstuðu karamellum út um gluggann, þeir voru í svo góðu skapi að þeir voru með opinn gluggann og annan handlegginn á karminum. Ætluðu örugglega að stoppa vélina í lúgunni á BSÍ og kaupa kók og lakkrísrör. Mér fannst ég renna saman við Reykjavík og leið eins og allt sem ég hugsaði væri ljóð. Flugvélin angraði ekki fjaðurþúfurnar sem sváfu ennþá vært. Skyldi þá aldrei reka í burtu þegar þeir steinsofa svona á yfirborðinu? Þeim virtist vera sama. Um leið og ég steig út fyrir þessa litlu paradís dró skýjabólstur fyrir sólu og þar sem ég steig út í malbikaðan raunveruleikann sá ég anorakkklæddan Þjóðverja berja fast á veggi á almenningssalerni í örvæntingu til að losa þaðan ferðafélaga sinn úr prísund. Ég hélt ró minni. Eins og hálslangi rólyndissvanurinn sem ég er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun
Ég upplifði svo svakalega um daginn, helstu upplifunarhönnuðir okkar tíma hefðu orðið mjög ánægðir með mig. Ég hafði nýlokið við að koma syninum á leikskóla og gekk sem leið lá í gegnum Hljómskálagarðinn. Það var sól og smá kalt, besta veðrið, hægt að vera í pels og með sólgleraugu. Algjört gelluveður. En sem sagt. Ég gekk sólarmegin, andaði djúpt að mér svifryki og andakuski og tók stór skref. Ég var ein í öllum garðinum, hvergi túrista að sjá, hvergi bugaður háskólanemi á ferð. Bara ég og nokkrir lúsugir fuglar. Þreyttir svanir hjúfruðu sig saman í litla fiðraða hnúða á tjörninni og ein kvakandi æsingsönd sigldi með offorsi í átt að gegnsósa brauðmola, afgangs frá hveitifylleríi helgarinnar. Mikið er örugglega þreytandi að vera svanur í þessari borg, hugsaði ég þegar ég horfði á eftir sturlaðri öndinni á eftir brauðmaukinu á bólakaf ofan í slímugt vatnið. Endalaust áreiti frá rugluðum öndum í leit að æti. En mikið er fallegt hvernig svanirnir halda ró sinni í sínu hnipri. Flugvél frá Flugfélagi Íslands kom svífandi yfir tjörnina og flaug hægt yfir höfuðið á mér. Mér fannst ég sjá glaða farþega í gluggunum, þeir veifuðu mér og flugmennirnir köstuðu karamellum út um gluggann, þeir voru í svo góðu skapi að þeir voru með opinn gluggann og annan handlegginn á karminum. Ætluðu örugglega að stoppa vélina í lúgunni á BSÍ og kaupa kók og lakkrísrör. Mér fannst ég renna saman við Reykjavík og leið eins og allt sem ég hugsaði væri ljóð. Flugvélin angraði ekki fjaðurþúfurnar sem sváfu ennþá vært. Skyldi þá aldrei reka í burtu þegar þeir steinsofa svona á yfirborðinu? Þeim virtist vera sama. Um leið og ég steig út fyrir þessa litlu paradís dró skýjabólstur fyrir sólu og þar sem ég steig út í malbikaðan raunveruleikann sá ég anorakkklæddan Þjóðverja berja fast á veggi á almenningssalerni í örvæntingu til að losa þaðan ferðafélaga sinn úr prísund. Ég hélt ró minni. Eins og hálslangi rólyndissvanurinn sem ég er.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun