Börn Margrétar sváfu undir berum himni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hér er Margrét með nokkrum barnanna á heimilinu. Yngsta barnið er tveggja ára en það elsta er sautján ára. Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41