Grundvallarbreyting sem má ekki verða Jón Steinsson skrifar 29. apríl 2015 08:45 Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Steinsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun